fbpx
Mánudagur 28.nóvember 2022
Fréttir

Þorkell spyr hvar gagnrýnin var árið 2018 – „Þetta er á öðrum skala“ segir Máni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. nóvember 2022 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hófst í Katar í gær en í aðdraganda mótsins hefur borið á mikilli gagnrýni varðandi mótsstaðinn og raddir um einhverskonar sniðgöngu mótsins hafa verið háværar. Gagnrýnin hefur í raun staðið yfir síðan 2. desember árið 2010 en þá tilkynnti alþjóða knattspyrnusambandið FIFA að mótið yrði haldið í Persaflóaríkinu. Fóru strax af stað sögusagnir um mútur og spillingu en einnig vangaveltur um það hvernig halda ætti heimsmeistaramót í landi eins og Katar þar sem innviðir voru varla til staðar til að halda slíkt mót.

Katarbúar blésu í herlúðra og settu umfangsmiklar byggingaframkvæmdir í gang. Þá hófst fréttaflutningur um meint mannréttindabrot á farandverkamönnum og að allt að 6.500 slíkir hafi látið  lífið við byggingu á völlum og öðrum byggingum fyrir mótið. Þeir sem hafa freistað þess að verja Katarbúa hafa bent á að sú tala byggist á andlátum á heilum áratug og halda því fram að dánartíðnin sé ekki fjarri því að vera eðlileg miðað við að 2 milljónir farandverkamanna hafa starfað í landinu hverju sinni.

Þeir sem verja þá staðreynd að viðburðurinn sé í Katar hafa einnig bent á að hann hafi stuðlað að mikilvægum umbyltingum í Katar og ýtt undir samtal sem verði til góðs.

Hefur siðferðiskennd okkar batnað á fjórum árum?

RÚV sér um umfjöllun á mótinu hér á landi og hefur ríkisfjölmiðillinn fengið á sig nokkra gagnrýni fyrir það. Hafa margir meðal farið fram á það að RÚV sniðgangi keppnina . Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, opnaði á umræðu um þessa gagnrýni með færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Twitter í gær.

„Auðvitað gagnrýnum við mannréttindabrot og spillingu tengdu HM í Katar, sem hefði aldrei átt að fara fram þar. En hvar var samt þessi gagnrýni á Rússland fyrir HM 2018? Rússar höfðu þá innlimað Krímskaga með hervaldi. Þar er hinsegin fólk fangelsað og rasismi viðgengst á völlunum,“ segir Þorkell í færslunni.

Það leið ekki langur tími þar til fólk fór að svara Þorkelli í athugasemdunum. Einn þeirra sem tekur til máls er fjölmiðlamaðurinn Máni Pétursson. „Þetta er á öðrum skala,“ segir Máni í sinni athugasemd.

„Alveg sorglegt að ríkistjórnarsjónvarpið sé að reyna að hagnast á þessu. Við sem höfum einhverja sómakennd getum ekki einu sinni sagt þessu upp.“

Þorkell svarar Mána og segir að sér detti ekki í hug að mótmæla því að þetta sé á öðrum skala. „Hef hvergi varið þá ákvörðun að HM sé í Katar,“ segir Þorkell svo.

„Hvað RÚV á auglýsingamarkaði varðar veistu vel að það eru umræður sem þú þarft að taka við þingmenn sem setja íslensk lög, en ekki við mig almennan starfsmann hjá RÚV.“

Í athugasemdunum er bent á að mótið í Rússlandi hafi einnig verið gagnrýnt á sínum tíma. Maður nokkur segist til dæmis hafa unnið miða á leik Íslands og Argentínu en að hann hafi ákveðið að sleppa því að fara. Hann segir að á endanum hafi hann ekki getað hugsað sér að „fara til Moskvu til að hafa gaman“.

Þorkell svaraði þessum punkti í athugasemd við færslu sína: „Jú, vissulega einhver gagnrýni þá. En þar hótaði fólk ekki í stórum stíl að sniðganga og þar fram eftir götunum. Of gaman því Ísland var með? Kannski hefur siðferðisvitund fólks bara batnað síðan þá. Skal ekki segja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma beitingu einangrunarvistar gegn börnum

Fordæma beitingu einangrunarvistar gegn börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áreitni í gleðskap hafði afdrifaríkar afleiðingar á vinnustaðnum – Brottrekstur, grófar hótanir og rofinn „samskiptasamningur“

Áreitni í gleðskap hafði afdrifaríkar afleiðingar á vinnustaðnum – Brottrekstur, grófar hótanir og rofinn „samskiptasamningur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingar í vetrarstríði senda Úkraínu stóra hjálparpakka

Sérfræðingar í vetrarstríði senda Úkraínu stóra hjálparpakka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rússneskar mæður brjálaðar út í Pútín – „Ertu maður, eða hvað?“

Rússneskar mæður brjálaðar út í Pútín – „Ertu maður, eða hvað?“