fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fréttir

Pútín er búinn að fá 35.000 fanga til herþjónustu – Morðingjar, mannæta og nauðgarar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. nóvember 2022 07:00

Mun þetta kosta Pútín völdin? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er búinn að fá 35.000 fanga til liðs við rússneska herinn að undanförnu. Þeir eiga að berjast í Úkraínu og ef þeim tekst að lifa sex mánuði af á vígvellinum fá þeir sakaruppgjöf. Meðal þessara fanga eru morðingjar, mannæta og nauðgarar.

Daily Mail segir að fangarnir fái fulla sakaruppgjöf og megi búa hvar sem er í Rússlandi ef þeir lifa sex mánuði á vígvellinum af.

Fyrr í vikunni heimsótti Yevgeny Progozhin, eigandi Wagner málaliðafyrirtækisins, gúlög í austurhluta Síberíu og í austasta hluta Rússland til að fá fleiri fanga til að ganga til liðs við málaliðafyrirtækið en það berst í Rússlandi við hlið rússneska hersins.

Daily Mail segir að talið sé að mörg þúsund fangar hafi nú þegar fallið á vígvellinum því þeir séu notaðir sem fallbyssufóður til að hægja á sókn Úkraínumanna. Um 40 eru sagðir hafa verið teknir af lífi af liðsmönnum Wagner fyrir liðhlaup eða landráð. Þetta sagði Olga Romanova, talskona mannréttindasamtakanna Russia Behind Bars í samtali við Mozhem Obyasnit að sögn Daily Mail.

Hún sagði að heyrst hafi að Pútín sé farinn að taka nauðgara inn í herinn og einnig hafi „brjálæðingur“ verið tekinn úr fangelsi í Saratov, hann sé meðal annars með mannát á „ferilskrá“ sinni.

Hún sagði að talið sé að 30.000 til 35.000 fangar hafi verið látnir lausir til að fara til Úkraínu til að berjast. Hún sagði að talið sé að mörg hundruð morðingjar séu í þessum hópi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pútín ók sigurreifur yfir brúna sína en var niðurlægður af litlum drónum

Pútín ók sigurreifur yfir brúna sína en var niðurlægður af litlum drónum
Fréttir
Í gær

Segja þetta einn stærsta ósigur Rússa í stríðinu

Segja þetta einn stærsta ósigur Rússa í stríðinu
Fréttir
Í gær

Árás fyrir utan Laugarnesskóla – Kvöldganga með hundinn endaði með skelfingu

Árás fyrir utan Laugarnesskóla – Kvöldganga með hundinn endaði með skelfingu
Fréttir
Í gær

Íslenskt klám í sjúkrabíl var til skoðunar hjá SHS – Segjast líta málið alvarlegum augum

Íslenskt klám í sjúkrabíl var til skoðunar hjá SHS – Segjast líta málið alvarlegum augum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafn skipverjans sem er saknað

Nafn skipverjans sem er saknað