fbpx
Fimmtudagur 23.mars 2023
Fréttir

Versti grunur Svía staðfestur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. október 2022 19:00

Gasið streymdi upp til yfirborðsins frá Nord Stream 2. Mynd:Danski flugherinn/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir rannsókn sænsku öryggislögreglunnar, Säpo, á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í Eystrasalti hefur versti grunur hennar verið staðfestur.

Í fréttatilkynningu frá Säpo segir að grunur hafi leikið á að skemmdarverk hafi verið unnin á gasleiðslunum og það hafi nú verið staðfest.

„Eftir vettvangsrannsókn getur Säpo staðfest að sprengjur sprungu við Nord Stream 1 og 2 í sænskri efnahagslögsögu. Þetta olli miklu tjóni á gasleiðslunum,“ segir í fréttatilkynningunni.

Rannsókn Säpo hefur styrkt grunsemdir um að um gróft skemmdarverk hafi verið að ræða.  Vettvangsrannsókninni er lokið og sænsk yfirvöld hafa því aflétt lokunum á svæðunum. Enn á eftir að rannsaka sýni sem voru tekin.

Säpo segist hafa lagt hald á eitthvað tengt málinu en vill ekki upplýsa hvað það er.

Það var 27. september  sem tilkynnt var um leka úr gasleiðslunum, sem liggja frá Rússlandi til Þýskalands. Í heildina var um fjóra leka að ræða. Margir telja að Rússar hafi staðið á bak við skemmdarverkin en þeir neita því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Takast á um Votta Jehóva – „And­styggi­legt form refs­ing­ar, and­legt of­beldi í sinni verstu mynd“

Takast á um Votta Jehóva – „And­styggi­legt form refs­ing­ar, and­legt of­beldi í sinni verstu mynd“
Fréttir
Í gær

Stefnir í kjötskort á næstu árum innanlands

Stefnir í kjötskort á næstu árum innanlands
Fréttir
Í gær

Eigendur einangrunarstöðva fyrir hunda í hár saman: „Fara á netið með rógburð og meiðyrði um samkeppnisaðila“

Eigendur einangrunarstöðva fyrir hunda í hár saman: „Fara á netið með rógburð og meiðyrði um samkeppnisaðila“
Fréttir
Í gær

Óhugnanleg kynferðisbrot á Suðurlandi – Áralöng misnotkun á barni

Óhugnanleg kynferðisbrot á Suðurlandi – Áralöng misnotkun á barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frönskum foreldrum gæti verið bannað að birta myndir af börnum sínum á samfélagsmiðlum

Frönskum foreldrum gæti verið bannað að birta myndir af börnum sínum á samfélagsmiðlum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur ógildir nálgunarbann – Hringdi sjálfur í lögregluna og sagðist vera að berja konuna sína

Landsréttur ógildir nálgunarbann – Hringdi sjálfur í lögregluna og sagðist vera að berja konuna sína