fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Lét dólgslega í verslun í Reykjanesbæ og var laminn í spað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. október 2022 17:19

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur maður var þann 26. október sakfelldur fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan verslun í Reykjanesbæ.

Atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 13. mars síðastliðinn. Meðal vitna sem kölluð voru fyrir dóminn var ung stúlka sem var inni í versluninni þessa nótt. Sagði hún árásarþolann hafa verið með dólgslæti og kynþáttafordóma er hann kom inn í verslunina. Hann réðst síðan á mann inni í versluninni og bárust átök þeirra út fyrir verslunina þar sem maðurinn sem hann réðst á barði hann.

Fékk árásarþolinn fjögur hnefahögg í andlitið. Árásarmaðurinn játaði árásina að mestu auk þess sem sönnunargögn voru um hana í upptökum úr öryggismyndavélum. Árásarþolinn taldi að stúlkan hefði sent mennina til að ráðast á sig.

Árásarmaðurrinn játaði brot sitt en hann hefur ekki gerst brotlegur við lög áður. Var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann þarf auk þess að greiða allan sakarkostnað málsins. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa