fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fréttir

Hafa áhyggjur af lyfjaskorti hér á landi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 09:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur færst í vöxt að læknar þurfi að ávísa á önnur lyf en til stóð vegna vandræða með afhendingu þeirra. Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við lyfjaskort en segir að stofnunin sé mjög vakandi fyrir ástandinu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að heimsfaraldurinn, skortur á hráefnum í lyf og lengri tímalínur fyrir framleiðslu og afhendingu hafi orðið til þess að stjórnvöld fylgist grannt með hvort ástæða sé til að óttast lyfjaskort hér á landi. „Það hafa, sem tengist Covid, verið áhyggjur á Íslandi af mögulegum lyfjaskorti. Það þekkja allir sem eru í innflutningi að tímalínur hafa lengst. Við könnumst enn ekki við lyfjaskort, en við erum mjög vakandi fyrir ástandinu eins og aðrar þjóðir í Evrópu,“ er haft eftir Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar.

Sérstakt teymi um lyfjaskort er starfrækt hér og er það í beinu sambandi við heildsala að sögn Rúnu.

Mjög mikil áhersla hefur verið lögð á framleiðslu bóluefna síðasta árið og er því mikið álag á lyfjaframleiðendum að sögn Rúnu.

Íslenski lyfjamarkaðurinn er mjög lítill og getur það verið bæði kostur og galli að sögn Rúnu. Vegna fámennisins sé Ísland ekki efst á lista framleiðenda en á móti þessu vegi að ekki þurfi mikið magn.

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að það hafi færst í vöxt að læknar þurfi að breyta tilvísunum sínum og ávísa öðru lyfi en til stóð en hingað til hafi tekist að bjarga málum ágætlega með því að skipta um lyf. Hann sagðist ekki vita til þess að læknar hafi neyðst til að ávísa lakari lyfjum en ella vegna lyfjaskorts. „Ég ítreka að ástandið hefur ekki hingað til haft alvarleg áhrif. En þetta getur þýtt smávinnu,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hörð orðaskipti Bubba og Þórarins – „Þú ert tapsár með eindæmum“ – „Vilt þú ekki halda þig við það sem þú kannt besservisser“

Hörð orðaskipti Bubba og Þórarins – „Þú ert tapsár með eindæmum“ – „Vilt þú ekki halda þig við það sem þú kannt besservisser“
Fréttir
Í gær

Svar hlýtur silfurvottun frá Microsoft

Svar hlýtur silfurvottun frá Microsoft