fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Fréttir

Sjáðu myndina: Ný og öðruvísi flugvél Icelandair lítur dagsins ljós

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 16:30

Hér má sjá muninn á stélum vélanna. Til vinstri má sjá klassíska útlitið sem er á leiðinni út en til hægri má sjá nýja útlitið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í desember í fyrra að útlitið á flugvélaflota Icelandair myndi taka miklum breytingum á þessu ári. Gyllti liturinn sem hefur verið einkennandi hjá Icelandair síðustu 16 ár er búinn að fljúga sitt síðasta en hans í stað verða notaðir fjölbreyttir litir.

Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála Icelandair, sagði í samtali við mbl.is í fyrra að þessi fjölbreytta litaflóra væri sótt í íslenska náttúru, til dæmis í norðurljósin.

„Við telj­um að sú nálg­un und­ir­striki þann fjöl­breyti­leika sem Ísland og ís­lenskt sam­fé­lag stend­ur fyr­ir. Við unn­um einnig greiningu á því hvar flug­fé­lög staðsetja sig á lita­kort­inu og flest eru annaðhvort rauð eða blá. Al­geng­ara er að lággjalda­fé­lög­in séu í rauðu en hin í bláu. Með því að nýta fleiri liti ger­um við okk­ur kleift að draga okk­ur út úr hópn­um og vekja verðskuldaða at­hygli.“

Nú hefur ein af þessum nýju og öðruvísi flugvélum Icelandair litið dagsins ljós. Twitter-aðgangurinn TLspotting birti í dag mynd af flugvél Icelandair sem skartar þessu nýja útliti.

Í athugasemdunum við myndina má sjá að ekki eru allir á sama máli um ágæti þessa nýja útlits. Einn vill til dæmis meina að flugfélagið hefði átt að halda sig við norðurljósaútlitið sitt.

Þá eru greinilega einhverjir á því að einföldunin sem hefur átt sér stað í hönnunarheiminum undanfarin ár sé að ganga of langt. „Þetta verður að stoppa… allir og hundarnir þeirra eru að þróast aftur á bak í þetta. Get ekki beðið eftir að sjá bara svart merki á hvítum skrokki eftir 5 ár,“ segir til dæmis einn sem er þreyttur á þessari þróun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brjálaður út í spilakassa í miðborginni og hótaði starfsfólki

Brjálaður út í spilakassa í miðborginni og hótaði starfsfólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“