fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Skólastjóri svarar harðri gagnrýni á að hafa notað þættina Brot fyrir 13 ára börn – „Vitið þið að þetta er hópnauðgunarvídjó?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 18:30

Brot. Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Pétursdóttir birti í dag opið bréf til Sunnulækjarskóla á Selfossi eftir að henni barst til eyrna að skólinn ætlaði að nota íslensku þáttaröðina Brot sem námsefni fyrir 6. bekkinga. Margrét bendir á að í þáttunum sé að finna hópnauðgun og annað ofbeldi.

Margrét leggur átta spurningar fyrir stjórnendur skólans, meðal annars þessa:

„Vitið þið að þetta er hópnauðgunarvídjó sem ungmennin horfa á með bekkjarfélögum sínum. Ekki horfa, hlusta og sjá aðra horfa á það. Það á líka að horfa á myndband af þolanda hópnauðgunarinnar af þessari sömu nauðgun lýsa nauðguninni. Börn sem eru 12 ára eiga líka að horfa á íslenskt fólk í sjónvarpinu lýsa kerfisbundnum nauðgunum á ungum drengjum og grófu líkamlegu ofbeldi gegn börnum sem framið er af fólkinu sem á að sýna þeim umhyggju?“

Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla, svaraði bréfi Margrétar í dag.

Birgir bendir á að þetta námsefni sé fyrir 7. bekk en ekki 6. bekk og þættirnir séu bannaðir innan 12 ára. Börnin hafi því aldur til að horfa á þættina. En í ljósi gagnrýninnar hafi verið ákveðið að hætta við þessi áform:

„Við val á á viðfangsefni til að nota sem kveikju í þessari vinnu var horft til þess að þegar þættirnir Brot voru sýndir í Sjónvarpi RÚV voru þeir gulmerktir og sagðir ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. Eins og áður sagði er verkefnið unnið á vorönn í 7. bekk þegar nemendur árgangsins hafa náð 12 ára aldri.

Það er okkur mikilvægt að eiga gott samstarf við heimili nemenda enda er það ein af forsendum árangurs í námi barna.

Við höfum nýverið fengið athugasemd við val á myndefninu. Í framhaldi af þeirri athugasemd munum við leggja framgreinda kennsluáætlun til hliðar og nálgast þau hæfniviðmið sem tilheyra henni með öðrum hætti.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst