Klukkan fjögur var tilkynnt um mann sem hafði reynt að stinga annan með tveimur hnífum í Vatnsmýri. Tilkynnandi náði að læsa sig inni í íbúð sinni og var gerandinn handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Á þriðja tímanum var tilkynnt um mann vopnaðan hnífi í samkvæmi í Árbæ. Á vettvangi voru tveir menn handteknir og vistaðir í fangageymslu.
Sjö ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.