fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Rússneski herinn í vanda í Kherson – Hermenn illa á sig komnir andlega og mórallinn slæmur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 06:58

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmri viku hófst sókn úkraínska hersins gegn rússneska hernámsliðinu í Kherson. Það sem er að gerast í héraðinu þessa dagana er mjög mikilvægt hvað varðar framhald stríðsins.

Rússar hafa um 20.000 til 25.000 hermenn í strjálbýlu héraðinu en þeir eiga í vök að verjast gegn sókn Úkraínumanna sem leggja nú allt í sölurnar til að ná Kherson aftur á sitt vald.

Jakob Kaarsbo, hernaðarsérfræðingur, sagði í samtali við TV2 að það sé ótrúlegt að úkraínski herinn geti gert þetta núna. Hann hafi nú þegar náð bænum Vysokopillya á sitt vald en það er stærsti bærinn í norðurhluta Kherson.

Þess utan hafa Úkraínumenn náð nokkrum þorpum og bæjum við hina tæplega 300 km löngu víglínu á sitt vald á síðustu dögum.

Volodomyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, sagði á sunnudaginn að úkraínskar hersveitir hefðu náð tveimur svæðum í suðurhluta landsins á sitt vald. Institute for Study of War staðfesti þetta á Twitter.

Kaarsbo sagði að það geti skipt miklu að hafa náð Vysokopillya því bærinn sé mjög mikilvægur, hernaðarlega séð. Tap hans bendi til að Rússar séu ekki mjög vel undirbúnir undir að verjast sókn Úkraínumanna. Þetta beri vitni um að þeir eigi í erfiðleikum með birgðaflutninga.

Úkraínumenn höfðu vikum saman sagt að þeir myndu hefja sókn í Kherson og við því brugðust Rússar með að senda fleiri hermenn þangað. Líklegt má teljast að þetta hafi verið meðvitað af hálfu Úkraínumanna, þeir hafi viljað lokka Rússa í gildru í Kherson. Þeir eiga erfitt með að leysa vandamál sín hvað varðar birgðaflutninga í héraðinu og af þeim sökum geta rússnesku hermennirnir verið í miklum vanda.

Ekki er útilokað að Úkraínumönnum takist að loka algjörlega á birgðaflutninga Rússa. Þá skiptir fjöldi hermanna ekki svo miklu máli ef búið er að koma í veg fyrir flutninga á mat, eldsneyti og skotfærum til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?