fbpx
Mánudagur 09.september 2024
Fréttir

Strandgestir flúðu í örvæntingu þegar rússneskar flugvélar sprungu – Atburðirnir á Krím geta breytt stríðinu – Myndband

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 06:05

Svona leit Saki flugvöllurinn út eftir sprengingarnar fyrr í mánuðinum. Mynd:Maxar/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn urðu öflugar sprengingar á rússneskum herflugvelli á Krím. Á skömmum tíma breyttist sumarleyfisparadísin, sem rússnesk stjórnvöld segja að Krím sé, í stað þar sem algjör ringulreið ríkti. Strandgestir flýttu sér að pakka saman föggum sínum og koma sér aftur heim til rússneska meginlandsins. Að minnsta kosti níu herflugvélar eyðilögðust þennan dag. Rússar segja að óhapp hafi orðið til þess að sprengingar urðu á flugvellinum, Úkraínumenn segja lítið nema hvað þeir fagna því að herflugvélar hafi eyðilagst en margir vestrænir sérfræðingar segja nokkuð ljóst að Úkraínumenn hafi ráðist á flugvöllinn og telja að þessi atburður geti breytt gangi stríðsins.

Allt frá því að Rússar hernámu Krím 2014 hafa Úkraínumenn ekki ráðist á skagann, nema þá kannski á þriðjudaginn ef það voru þeir sem voru að verki. Ef svo er þá sendir það sterk skilaboð og getur haft áhrif á stríðið í Úkraínu.

Um leið og sprengingarnar glumdu við á Saki herflugvellinum flúðu rússneskir strandgestir í miklum flýti af nærliggjandi baðströnd og fljótlega ríkti umferðaröngþveiti á einu brúnni sem tengir Krím við rússneska meginlandið.

Það sem gerðist á flugvellinum er mesta niðurlæging Rússa í stríðinu síðan Úkraínumenn sökktu flaggskipi Svartahafsflota þeirra, Moskvu, í apríl. Eins og þá vilja þeir ekki viðurkenna að Úkraínumenn hafi ráðist á þá og veitt þeim þessu þungu högg og kenna rússneskum hermönnum um og segja að þeir hafi gert mistök sem hafi orðið til þess að sprengingar urðu.

Miðað við gervihnattarmyndir frá Maxar þá voru 34 rússneskar flugvélar og þyrlur á flugvellinum fyrir sprengingarnar á þriðjudaginn. Þær stóðu í röð undir opnum himni. Má eiginlega ráða af því að Rússar hafi talið þær algjörlega öruggar. En önnur gervihnattarmynd sem var tekin eftir þær 12 sprengingar sem áttu sér stað á einni klukkustund síðdegis á þriðjudaginn sýna að níu flugvélar, hið minnsta, munu aldrei fljúga á nýjan leik og einhverjar til viðbótar eru skemmdar.

Niðurlægt Rússland

Niðurlægð rússnesk stjórnvöld reyna að telja landsmönnum og umheiminum trú um að rússneskir hermenn hafi meðhöndlað skotfæri á rangan hátt á flugvellinum og þannig valdið sprengingunum. Úkraínumenn gleðjast að vonum en hafa ekki lýst því yfir að þeir hafi gert árás á flugvöllinn, líklega eru taktískar ástæður fyrir því.

Jótlandspósturinn segir að afneitun rússneskra ráðamanna á því að ráðist hafi verið á flugvöllinn geti að mati sérfræðinga verið tilraun til að koma í veg fyrir að ótti grípi um sig meðal íbúa á Krím og annars staðar í Rússlandi. Það líti ekki vel út ef þeir viti að Úkraínumenn geti ráðist á skotmörk í Rússlandi. Einnig sé þetta liður í að varðveita lygina um að aðeins sé um „sérstaka hernaðaraðgerð“ að ræða í Úkraínu, ekki allsherjar innrás.

Það gekk mikið á. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

Vestrænir sérfræðingar telja að hugsanlega hafi úkraínskar hersveitir eða sveitir hliðhollar Úkraínu ráðist á flugvöllinn og fengið aðstoð frá yfirvöldum í Kyiv við það. Einnig benda þeir á að hugsanlega hafi Úkraínumenn skotið flugskeytum frá Odesa sem er í rúmlega 100 km fjarlægð. Þeir hafi notað langdræg flugskeyti sem enginn hafi vitað að þeir ættu. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að Úkraínumenn notuðu Neptun-flugskeyti til að granda Moskvu í apríl en það eru flugskeyti sem þeir þróuðu sjálfir.

Ekki er heldur útilokað að Úkraínumenn hafi notað dróna við árásina en þeir hafa áður notað dróna, hlaðna sprengiefni, til árása.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt ofbeldismál – Hlekkjuðu barnunga syni við rúm

Óhugnanlegt ofbeldismál – Hlekkjuðu barnunga syni við rúm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó biður eigendur sína aftur um meiri pening

Strætó biður eigendur sína aftur um meiri pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaðir um að hafa sett á svið bílslys í Hafnarfirði – Stöðvaði bíl í 40 sekúndur og ók svo hægt út á gatnamótin

Sakaðir um að hafa sett á svið bílslys í Hafnarfirði – Stöðvaði bíl í 40 sekúndur og ók svo hægt út á gatnamótin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er bara stórkostlegt gáleysi af fólkinu sem stýrir verkinu“

„Þetta er bara stórkostlegt gáleysi af fólkinu sem stýrir verkinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndrápstilraun í Vesturbænum – Sagði parið hafa verið að atast í sér og særði manninn lífshættulega

Manndrápstilraun í Vesturbænum – Sagði parið hafa verið að atast í sér og særði manninn lífshættulega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskikóngurinn allt annað en sáttur við Reykjavíkurborg – „Valdníðsla og hroki“

Fiskikóngurinn allt annað en sáttur við Reykjavíkurborg – „Valdníðsla og hroki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hélstu að sumarið væri búið? 

Hélstu að sumarið væri búið? 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birgir Örn: „Miklu alvarlegra en mörg ungmenni gera sér grein fyrir“

Birgir Örn: „Miklu alvarlegra en mörg ungmenni gera sér grein fyrir“