fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Ákærður fyrir að hafa nauðgað fatlaðri konu ítrekað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 14:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 26. september næstkomandi verður aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli manns sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fatlaðri konu.

DV hefur ákæru málsins undir höndum. Þar er maðurinn sagður hafa á tilteknu tímabili ítrekað haft samræði og/eða önnur kynferðismök við konu og „þannig notfært sér andlega fötlun hennar og að hún gat ekki af þeim sökum spornað við verknaðnum eða skilið þýðingu hans,“ eins og segir orðrétt í ákærunni.

Maðurinn er einnig sakaður um að hafa haft í vörslu sinni maríhúana og 11 Ecstasy-töflur sem lögregla lagði hald á.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Gerð er einkaréttarkrafa fyrir hönd konunnar um miskabætur upp á þrjár milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra
Fréttir
Í gær

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka