fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Tölvuteks fyrir dóm – Skattsvik upp á 50 milljónir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. júní 2022 18:00

Hafþór Helgason. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtaka var undir hádegi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Hafþóri Helgasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Tölvuteks. Hafþór er sakaður um meiriháttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti í rekstri Tölvuteks.

Hafþór er sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir hluta af rekstrarárinu 2019 upp á tæplega 15 milljónir króna. Þá er hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu og launatengdum gjöldum starfsmanna fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019, upp á samtals rúmlega 35 milljónir króna.

Þess er krafist að Hafþór verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Sem fyrr segir var fyrirtaka í málinu í dag og má vænta þess að aðalmeðferð verði síðar í sumar eða í haust. Dagsetning fyrir aðalmeðferð hefur ekki verið ákveðin.

Tölvutek hætti starfsemi seint í júní 2019 en síðar sama sumar yfirtók Origo rekstur verslunarinnar og hefur hún síðan þá verið rekin undir annarri kennitölu. Það rekstrarfélag Tölvuteks sem Hafþór stýrði hefur verið afskráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga