fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Tölvuteks fyrir dóm – Skattsvik upp á 50 milljónir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. júní 2022 18:00

Hafþór Helgason. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtaka var undir hádegi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Hafþóri Helgasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Tölvuteks. Hafþór er sakaður um meiriháttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti í rekstri Tölvuteks.

Hafþór er sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir hluta af rekstrarárinu 2019 upp á tæplega 15 milljónir króna. Þá er hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu og launatengdum gjöldum starfsmanna fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019, upp á samtals rúmlega 35 milljónir króna.

Þess er krafist að Hafþór verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Sem fyrr segir var fyrirtaka í málinu í dag og má vænta þess að aðalmeðferð verði síðar í sumar eða í haust. Dagsetning fyrir aðalmeðferð hefur ekki verið ákveðin.

Tölvutek hætti starfsemi seint í júní 2019 en síðar sama sumar yfirtók Origo rekstur verslunarinnar og hefur hún síðan þá verið rekin undir annarri kennitölu. Það rekstrarfélag Tölvuteks sem Hafþór stýrði hefur verið afskráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“