fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Er Pútín raunverulega veikur? „Mig grunar að hann sé bara ímyndunarveikur“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júní 2022 06:03

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er Pútín raunverulega veikur? Þessari spurningu var varpað fram á vef Sky News en tilefnið er fréttaflutningur og vangaveltur um heilsufar Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta. Hann hefur meðal annars þótt ansi búlduleitur vegna hugsanlegrar steranotkunar, er sagður hafa gripið fast um borðbrún vegna sársauka og verið óstyrkur á fótum.

Þetta hefur ýtt undir stöðuga orðróma um heilsufar hans en er eitthvað sem styður vangaveltur af þessu tagi? Michael Clarke, prófessor og sérfræðingur í varnar- og öryggismálum, sat fyrir svörum hjá Sky News en þar gafst áhorfendum tækifæri á að spyrja hann út í stríðið í Úkraínu og mál því tengdu. Ein spurningin sem hann fékk var: „Er Pútín raunverulega veikur eða er þetta bara óskhyggja?“

Clarke sagði orðrómar um heilsufar Pútíns muni halda áfram að vera á kreiki og fólk velti oft fyrir sér hvort hann sé með krabbamein eða Parkinsonssjúkdóminn. Hann sagði að Pútín sýni sig nú meira en síðustu árin þar sem hann hafi haldið sig til hlés vegna heimsfaraldursins. Hann sé með þessu að sýna að hann sé við stjórnvölinn og ekki sé annað að sjá en heilsa hans sé ágæt.

Clarke sagðist hafa rætt við fjölda manns sem hafi sagt honum að ekki sé hægt að sjá á göngulagi fólks hvort það sé með Parkinsonssjúkdóminn og ekki sé hægt að sjá hvort fólk sé með krabbamein með því að skoða ljósmyndir. Hann sagði að engar „sannfærandi sannanir“ væru fyrir því að Pútín sé veikur.

Clarke benti á að Pútín verði sjötugur í október. Vitað sé að hann noti Bótox ósparlega: „Ég segi alltaf að hann sé að reyna að smyrja sig (eins og lík eru smurð til að varðveita þau, innsk. blaðamanns) á meðan hann er enn á lífi – hann notar mikið Bótox.“

Hann sagði að Pútín fari ekkert nema hópur lækna sé með honum og sagt sé að hann yfirgefi fundi oft til að ráðfæra sig við einhverja. „Mig grunar að hann sé bara ímyndunarveikur, í hreinskilni sagt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri