fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Karl varar við rangri notkun og oftrú á hraðprófum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. september 2021 08:00

Kórónuveirusýni tekið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítlans og prófessor í sýklafræði við Háskóla Íslands, varar við oftrú og rangri notkun á hraðprófum. Hann segir að röng notkun þeirra og oftrú geti ýtt undir frekari útbreiðslu COVID-19.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Karli að hraðpróf og sjálfspróf séu óáreiðanlegri en PCR-próf sem hafa aðallega verið notuð hér á landi fram að þessu. Hann sagði að sjálfsprófin væru óáreiðanlegri en hraðprófin. Hann sagði helstu takmörkun hraðprófanna vera að þau séu ekki nægilega næm og greini því ekki alla sem eru smitaðir af COVID-19.

„Næmi prófanna fer eftir veirumagni í nefkokinu. Því meira magn veira, því meira smitandi er viðkomandi einstaklingur og hraðprófið því líklegra til að verða jákvætt. Hjá einstaklingum með mikið veirumagn getur næmið verið allt að 100 prósent, en hjá þeim sem eru með minna veirumagn getur næmið farið vel niður fyrir 50 prósent,“ sagði hann.

Hann sagði að niðurstöður hraðprófa geti því veitt falska, neikvæða niðurstöðu sem geti veitt falskt öryggi og fari fólk þá ekki í einangrun og haldi áfram að smita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum