fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fréttir

Blaðamannafélagið skorar á pólitíkusana – Vilja RUV af auglýsingamarkaði og leyfa áfengisauglýsingar

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 9. september 2021 09:57

Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamannafélag Íslands hefur sent stjórnmálaflokkum sem nú keppast um sæti á hinu háa Alþingi áskorun um að taka upp stefnu er varðar fjölmiðla.

Staða fjölmiðla er ekki einkamál fjölmiðlanna sjálfra heldur varðar hún samfélagið allt. Sterkir, öflugir fjölmiðlar eru forsendur þess að hægt sé að veita stjórnvöldum og stórfyrirtækjum nauðsynlegt aðhald. Það ætti að vera markmið hvers lýðræðissamfélags, hverrar ríkisstjórnar, hvers löggjafarþings, að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öfluga, frjálsa og sjálfstæða fjölmiðlastarfsemi í landinu. Því skorar Blaðamannafélag Íslands á þá flokka sem bjóða fram í komandi Alþingiskosningum að taka upp tillögur að nauðsynlegum breytingum sem félagið telur stuðla að því að forsendur fyrir rekstri fjölmiðla gjörbreytist.

Áskoranir Blaðamannafélagsins koma í formi 8 tillagna, og er óhætt að segja að Blaðamannafélagið sé ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, enda óneitanlega metnaðarfullar tillögur.

Tillögurnar eru sem hér segir:

Stuðningur til einkarekinna miðla

Stuðningur til einkarekinna miðla. Félagið fagnar þeim stuðningi sem nýverið var lögfestur og segir það fyrsta skrefið í að viðurkenna mikilvægi fjölmiðla. Félagið vill þó að fjárframlögin verði aukin og að úrræðið verði gert varanlegt.

RÚV fari af auglýsingamarkaði

Félagið telur brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði nauðsynlegt skref í átt til hagfelldara rekstrarumhverfis fyrir einkarekna fjölmiðla, þó ekki öðruvísi en svo að rekstrargrundvöllur RÚV verði tryggður með auknum fjárveitingum úr ríkissjóði.

Skattlagning erlendra tæknirisa

BÍ vill skattleggja auglýsingatekjur erlendra tæknirisa á Íslandi og nefnir það sem möguleika að það fjármagn renni í sérstakan sjóð sem rynni óskert til einkarekna miðla á Íslandi.

Stofnun fjölmiðlasjóðs

Félagið leggur til stofnun fjölmiðlasjóðs sem hefði meðal annars það hlutverk að efla rannsóknarblaðamennsku og nýsköpun í fjölmiðlun. Til að tryggja sjálfstæði sjóðsins yrði sjóðurinn undir BÍ, samkvæmt hugmyndun félagsins.

Kaup hins opinbera á auglýsingum

Bí skorar á flokkana að beita sér fyrir því að hlutfall auglýsingafjármagns sem veitt er til erlendra miðla hjá hinu opinbera verði tekið saman árlega og birt.

Hagfelldara skattaumhverfi

Félagið vill fara að fordæmi Norðurlandanna og beita skattaafsláttum til þess að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla. Meðal annars, segir Blaðamannafélagið, mætti lækka eða afnema virðisaukaskatt og undanþágu frá greiðslu tryggingargjalds.

Mismunun í birtingu áfengisgjalda leiðrétt.

Blaðamannafélagið bendir á að mikið misræmi er á milli innlendra og erlendra fjölmiðla hvað birtingu áfengisauglýsinga varðar. Segir félagið að „íslenskir fjölmiðlar ættu að hafa sömu tækifæri til fjármögnunar á grundvelli birtingar áfengisauglýsinga og erlendir miðlar sem eru á sama markaði.“

Stuðningur við textun og talsetningu

Lagt er til að stjórnvöld greiði niður textun og talsetningu erlends efnis með einum eða öðrum hætti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“
Fréttir
Í gær

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rauðagerðismálið: Pissuspása hjá Shpetim þegar Angjelin losaði sig við byssuna

Rauðagerðismálið: Pissuspása hjá Shpetim þegar Angjelin losaði sig við byssuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur upplifði eitraða klefamenningu og fékk nóg er hann heyrði af ógeðfelldri hefð – „Ég mætti aldrei aftur á æfingu“

Erlingur upplifði eitraða klefamenningu og fékk nóg er hann heyrði af ógeðfelldri hefð – „Ég mætti aldrei aftur á æfingu“