fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sigurður gagnrýndur harðlega fyrir ummæli sín um Þórhildi og birtingu gagna – „Stundum er sannleikurinn vondur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. september 2021 11:36

Sigurður G. Guðjónsson, Mynd: Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson varpaði sprengju inn í samfélagið í gærkvöld er hann birti Facebook-færslu þar sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem sakað hefur knattspyrnumanninn Kolbein Sigþórsson um ofbeldi, og samtökin Stígamót eru gagnrýnd harkalega. Auk þess birtir Sigurður skjáskot úr lögregluskýrslu um málið þar sem kemur fram að Þórhildur segist í yfirheyrslu ekki vera með neina sjáanlega áverka. Þá eru Stígamót gagnrýnd harðlega fyrir sína aðkomu að málinu.

Sjá einnig: Lögregluskýrsla um atvik Kolbeins birt – Engir sjáanlegir áverkar á Þórhildi

Færslan hefur fengið hörð viðbrögð og er Sigurður G. meðal annars sakaður um drusluskömmun er hann dregur fram gamansamt tíst Þórhildar á Twitter um ástarmál. Tanja Ísfjörð, ein talskona baráttuhópsins Öfga, segir um þetta: „Af hverju heldurðu að það að draga fyndin tweet frá konu staðfesti eitthvað rugl hjá þér? Þetta heitir drusluskömmun. Mér býður við þessu hjá þér.“

Meðal þeirra sem gagnrýna færslu lögmannsins er dóttir hans, Edda Sif, sem segir:

„Æj pabbi þessi færsla er hvorki þér né mál­stað Kol­beins til fram­dráttar. Hvað kemur það málinu við hverja stúlkan hefur valið að kyssa, sofa hjá og segja frá? Og trúðu mér það er ekkert ó­vana­legt að hún leiti ekki til læknis strax – ég er ekki enn farin 15 árum eftir at­vik í mínu lífi. Það sem er þó verst við þessi skrif þín er að þau eru í engum takt við þann mann sem þú hefur að bera. Fær fólk til að á­líta þig og kalla kven­hatara. Stelpu­pabbinn sem alla tíð hefur hvatt okkur systur á­fram, við séum alveg jafnar strákunum og kyn okkar komi hvergi málinu við. Ég held þú ættir að endur­skoða þessa færslu og setja fram á þann hátt sem sæmir þér.“

Sumir netverjar efast um lögmæti birtingar gagnanna og einhverjir vilja tengja við málið þá staðreynd að Sigurður G. er forseti dómskóla KSÍ.

Segir staðreyndirnar liggja fyrir

Sigurður vildi lítið tjá sig um málið er DV hafði samband við hann og segir að færslan standi fyrir sig:

„Held að færslan standi fyrir sig og ekki þurfi að svara viðbrögðum hinna ósáttu. Staðreyndir liggja fyrir og út frá þeim þarf að vinna. Þannig fer lífið best með mann. Stundum er sannleikurinn vondur en einhvers staðar stendur að hann geri menn frjálsa.“

Sigurður svaraði ekki spurningu varðandi ásakanir um drusluskömmun en varðandi tengsl hans við KSÍ og það hvernig hann hefði komist yfir lögregluskýrslu í málinu sagði hann:

„Hvaðan ég hef mínar heimildir og gögn skiptir ekki máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi