fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hrefna Ösp nýr framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. september 2021 11:15

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Hún gegndi áður starfi framkvæmdastjóra eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum en tilkynnt var um starfslok hennar þar á dögunum.

Í tilkynningunni er haft eftir Hrefnu Ösp að hún sé spennt fyrir hinni nýju áskorun.

„Ég hef fylgst með fyrirtækinu allt frá stofnun og verið viðskiptavinur og veit því að hjá Creditinfo starfar mjög öflugur hópur sem veitir framúrskarandi þjónustu með öflugum lausnum. Einnig er spennandi að komast í alþjóðlegt umhverfi en fyrirtækið er með starfsemi í fjórum heimsálfum. Fram undan eru fjölmörg tækifæri til áframhaldandi vaxtar svo sem vegna opnara bankaumhverfis og aukinna krafna um þekkingu á viðskiptavinum og uppruna fjármagns.“

Þá er Paul Randall, forstjóri Creditinfo Group spenntur fyrir liðstyrknum.„Við bjóðum Hrefnu Ösp hjartanlega velkomna til starfa og fögnum því mjög að fá hana til liðs við okkur. Hrefna býr yfir mikilli reynslu og skýrri sýn á virkni fjármálamarkaða sem verður Creditinfo mikill akkur í vegferð fyrirtækisins fram á veginn.“

Starfaði í 12 ár hjá Landsbankanum

Hrefna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með löggildingarpróf í verðbréfaviðskiptum. Hún lét af störfum hjá Landsbankanum í haust eftir að hafa verið þar frá árinu 2010. Áður starfaði Hrefna sem sjóðstjóri hjá Arev verðbréfafyrirtæki frá árinu 2007. Þá starfaði hún sem forstöðumaður skráningarsviðs og sérfræðingur á því sviði hjá Kauphöll Íslands frá 1998-2006. Áður gegndi Hrefna starfi forstöðumanns einstaklingsþjónustu hjá Fjárvangi og var starfsmaður á peningamálasviði Seðlabanka Íslands.

Hrefna hefur sömuleiðis setið í stjórnum fjölda fyrirtækja bæði á Íslandi og erlendis og er jafnframt einn stofnaðila IcelandSIF, óháðs vettvangs fyrir umræðu og fræðslu um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar.

 

Um Creditinfo Group

Creditinfo var stofnað í Reykjavík árið 1997. Fyrirtækið er leiðandi upplýsinga- og þjónustufyrirtæki á heimsvísu, sem sérhæfir sig í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga og ráðgjöf tengdri áhættumati og áhættustýringu fyrirtækja. Sem eitt af þeim fyrirtækjum sem hraðast vex á sínu sviði í heiminum liðkar Creditinfo fyrir aðgangi að fjármagni, með tólum sem byggja á tryggum upplýsingum, hugbúnaði og greiningartækjum.

Útibú Creditinfo eru yfir 30 talsins um heim allan og fyrirtækið því með umtalsverða fótfestu á sviði áhættugreiningar lána. Áratugum saman hefur fyrirtækið boðið gögn, áhættustýringu og lausnir á sviði útlána til nokkurra stærstu lánveitenda, ríkisstjórna og seðlabanka heims og þar með stuðlað að aukinni og ábyrgri þátttöku á fjármálamörkuðum og auknum hagvexti með auknu framboði fjármagns til bæði einstaklinga og lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Nánari upplýsingar má finna á www.creditinfo.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus