fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fréttir

„Hvað með þolendur? Hvers eiga þær að gjalda? Af hverju skipta þolendur svona litlu máli í myndinni?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 10. september 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefanía Hrund Guðmundsdóttir, fjölmiðlafræðingur og þolandi kynferðisofbeldis, segir mikla þreytu ríkja meðal þolenda og aktivista sem berjast gegn kynferðisofbeldi um þessar mundir. Hún segir þögnina frá stjórnmálafólki um stöðu þolenda á Íslandi ærandi og segir að samfélagið þurfi að vakna og taka á málunum fyrir alvöru.

Hún ritar um þetta í pistli sem birtist hjá Vísi nú í morgun.

„Við erum orðin þreytt! Þegar ég segi við er ég að tala um þolendur, þau sem standa þolendum næst, alla frábæru aktivistana sem berjast gegn kynferðisofbeldi, þau sem vilja í alvöru sjá breytingu á kerfinu og bara öll þau sem finnst þetta málefni skipta máli!“

Stefanía segir skemmd epli leynast í samfélaginu sem haldi því fram að þolendur segi ósatt og séu í herför til að reyna að skemma mannorð gerenda þegar þau opna sig um ofbeldið sem þau hafa verið beitt.

„Í raun og veru ætti ég að tala um samfélagið allt en því miður eru alltaf skemmd epli inn á milli sem halda því fram að þolendur séu að ljúga, við séum að skemma mannorð gerenda með því að tala um þetta og svo framvegis. Þessi hópur fólks hefur hátt og fær næga athygli.“

Stefanía segir að þrátt fyrir þreytu þá haldi baráttan áfram og áfram verði barist. Hins vegar sé það sárt að sjá menn eins og Sigurð G. Guðjónsson lögmann og Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara, beita sér gegn þolendum og reyna að stuðla að þöggun.

„Það sem að særir mig persónulega sem þolanda eru allar hraðahindranirnar sem eru í kerfinu okkar. Ég vissi að það væri ónýtt en ekki hversu ónýtt. Lögmenn og saksóknarar birta og deila áróðri með það markmið að þagga í þolendum.

Heil stjórn knattspyrnufélags þykist ekkert vita um hvað þar hefur verið í gangi þrátt fyrir að umræðan sé búin að vera uppi um nokkurn tíma. Ótrúlegasta fólk út í bæ tekur afstöðu með gerendum.

Það sé vont þegar gerendur taki enga ábyrgð á gjörðum sínum, biðjist heldur afsökunar án þess að gangast við því sem þeir hafi gert

„Gerendur taka ekki ábyrgð á gjörðum sínum, í staðinn koma afsökunarbeiðnir fyrir einhverju sem þeir segjast samt ekki hafa gert, afsökunarbeiðnir sem eru jafn innihaldslausar og það sem kom frá KSÍ.

Landsliðsþjálfarinn talar þolendur niður og kennir þeim um skaðlega umræðu. Fjölmiðlar setja margir upp villandi fyrirsagnir gerðar til þess að grafa undan frásögnum þolanda, þrátt fyrir að þeirra reglur kveði skýrt á um að þeir eigi ekki að valda sársauka. Fyrirsagnir eins og hafa sést sumsstaðar undanfarna daga gera ekkert annað en að særa fólk og reyna að niðurlægja þá þolendur sem stigið hafa fram í ákveðnum málum.“

Engu að síður er áfram hópur fólks sem heldur áfram að berjast og af þeim hóp er Stefanía ótrúlega stolt. Kerfið sem varðar kynferðisbrot á Íslandi hafi brugðist mörg hundruð manneskjum, meðal þeirra Stefaníu. Þögnin frá stjórnmálafólki í þessum málaflokk sé ærandi. Tími sé kominn til að vakna og taka á þessum málum.

„Kerfið brást mér, kerfið hefur brugðist mörg hundruð manneskjum til viðbótar. Þögnin frá stjórnmálafólki sem nú eru í kosningaham er ærandi. Þjálfarinn segir að KSÍ þurfi tíma til að vinna úr þessu, eins og málin hafi komið upp bara í gær. Hvað með þolendur? Hvers eiga þær að gjalda? Af hverju skipta þolendur svona litlu máli í myndinni?

Ég hef og mun alltaf styðja þolendur, hvað sem það kostar og þó ég þurfi að berjast sömu fokking baráttuna endalaust. Við eigum samt ekki að þurfa að endurtaka okkur í sífellu – samfélagið þarf að fara að vakna og taka á málunum fyrir alvöru!“

Stefanía varð fyrir kynferðisofbeldi og kærði brotið. Þar lagði hún fram gögn þar sem gerandi hennar gekkst við brotunum og játaði. En þar sem gerandinn neitaði fyrir dómi var frekar tekið mark á því. Metið var sem svo að orð stæði gegn orði og svo var það einnig metið gerandanum í hag að málið hafði tekið óbærilega langan tíma að fara frá ríkissaksóknara og í dóm.

Sjá einnig: Stefanía Hrund tapaði málinu þrátt fyrir skriflega játningu geranda:„Mér leið eins og heimurinn væri að hrynja“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. tjáir sig um kærurnar – „Kannski vill lögreglan gera húsleit“

Sigurður G. tjáir sig um kærurnar – „Kannski vill lögreglan gera húsleit“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“