fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fréttir

Helgi Áss hjólar áfram í RÚV fyrir viðtalið við Þórhildi Gyðu – „Hvers vegna aflaði fréttastofan sér ekki gagna?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. september 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Helgi Áss Grétarsson telur vinnubrögð RÚV í tengslum við viðtal við Þórhildi Gyðu Arnardóttur, sem greindi frá því að hún hafi verið beitt ofbeldi af landsliðsmanni og að Knattspyrnusamband Íslands hafi vitað af því, óvönduð.

Veltir hann því fyrir sér hvers vegna fréttastofa RÚV hafi ekki aflað neinna gagna til að skoða báðar hliðar málsins áður en viðtalið fór í loftið og skilur Helgi heldur ekki þögn RÚV undanfarna daga um málið þar sem gögn hafa verið dregin fram í dagsljósið sem sýna meira af heildarmyndinni heldur en fram kom í viðtalinu.

„Viðtal þetta hlýtur að hafa verið undirbúið af fjölmiðlamanni“

„Álit mitt á vinnubrögðum fréttastofu RÚV í tilteknum málaflokkum er ekki ýkja mikið, jafnvel þótt þessi fjölmiðill sé rekinn að stórum hluta fyrir skattfé og nýtur forréttinda á fjölmiðlamarkaði,“ segir Helgi í grein sem birtist hjá Vísi. Vísar hann þar til viðtals við Þórhildi Gyðu Arnardóttur sem birtist 27. ágúst. Segir Helgi að svo virðist sem Þórhildur hafi ekki þurft að sanna mál sitt með neinum hætti fyrir fréttastofu. „Viðtal þetta hlýtur að hafa verið undirbúið af fjölmiðlamanni í vinnu hjá fréttastofunni en svo virðist sem að viðmælandinn hafi ekki þurft að leggja fram mikið af gögnum til að sanna fullyrðingar sínar.“

„Núna liggur fyrir að fyrri fullyrðingin var sett fram gegn betri vitund“

Helgi segir að undanfarna daga hafi fjölmiðlar fjallað um gögn málsins sem bendi til þess að það sem fram kom í viðtalinu hafi ekki verið alls kostar rétt.

„Sem dæmi sagði viðmælandinn „[é]g var með áverka í tvær til þrjá vikur eftir hann“ og að hún hafi fengið símtal frá lögmanni um að mæta á fund hjá KSÍ. Núna liggur fyrir að fyrri fullyrðingin var sett fram gegn betri vitund enda hafa verið lögð fram gögn í fjölmiðlum sem varpa ljósi á þá staðreynd að samkvæmt áverkavottorði hafi viðmælandi fréttastofunnar enga áverka haft. Síðari fullyrðingin reyndist einnig efnislega röng, KSÍ hafði enga aðkomu að sáttum sem náðust á milli landsliðsmannsins og viðmælanda fréttastofunnar.“

„Hvers vegna aflaði fréttastofa sér ekki gagna?“

Helgi segir að þetta veki upp spurningar um vinnubrögð fréttastofu RÚV.

„Sem dæmi, hvers vegna aflaði fréttastofan sér ekki gagna til að skilja málið í heild áður en viðtalið við konuna ungu var birt? Var ekki einfalt að biðja viðmælandann um aðgang að lögregluskýrslum til að fá frásögnina staðfesta? Og hvers vegna hefur fréttastofa RÚV lítið sem ekkert sagt um framlagningu gagna í fjölmiðlum síðustu daga sem sýna að konan unga hafði samkvæmt áverkavottorði enga áverka haft eftir samskipti sín við knattspyrnumanninn?“

Helgi segir að það mætti vel spyrja fleiri spurninga um framgögnu RÚV í þessu máli en markmið Helga með greinaskrifunum sé að benda á vinnubrögð fjölmiðils þar sem einhliða mynd er dregin upp af alvarlegu máli.

„…einhliða mynd af málefni þar sem brýn nauðsyn bar til þess að leita heimilda sem gætu vefengt þá mynd af málavöxtum.“

„Auðveldara er þá að sannfæra almenning“

Helgi rekur einnig í greininni að sönnunarfærsla í kynferðisbrotamálum sé vissulega erfið og því sé freistandi að reka slík mál frekar í fjölmiðlum en fyrir dómstólum.

„Auðveldara er þá að sannfæra almenning um hvað sé satt og rétt, hvaða staðreyndir eigi að leggja til grundvallar við mat á mönnum og málefnum. Vandinn við þessa nálgun er að hún tekur ekki tillit til áðurnefndra grundvallarreglna og of þægilegt verður að lita lygi sem sannleik og öfugt.“

Segir Helgi að í dag virðist sem að fjölmiðlar birti ásakanir um kynferðislega áreitni og annað ofbeldi án þess að kanna með sjálfstæðum hætti hvað sé hæft í þeim ásökunum.

„Fjölmiðlar hafa tekið upp á að endursegja staðhæfingar þess sem setur fram ásakanir og virðast samfélagsmiðlar leika stórt hlutverk í þessari þróun. Ímynd er mikilvægari en hvað sé efnislega satt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“
Fréttir
Í gær

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rauðagerðismálið: Pissuspása hjá Shpetim þegar Angjelin losaði sig við byssuna

Rauðagerðismálið: Pissuspása hjá Shpetim þegar Angjelin losaði sig við byssuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur upplifði eitraða klefamenningu og fékk nóg er hann heyrði af ógeðfelldri hefð – „Ég mætti aldrei aftur á æfingu“

Erlingur upplifði eitraða klefamenningu og fékk nóg er hann heyrði af ógeðfelldri hefð – „Ég mætti aldrei aftur á æfingu“