fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023
Fréttir

Óskar og viðskiptafélagar mala gull á Kerinu: 500 milljónir í tekjur á sex árum

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 15. ágúst 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Magnússon, fjárfestir og rithöfundur, var í athyglisverðu spjalli við Stefán Einar Stefánsson, ritstjóra Viðskiptablaðs Morgunblaðsins, í þættinum Dagmál í lok vikunnar.

Þar ræddu þeir meðal annars aðkomu Óskars að kaupum fjárfesta á Kerinu í Grímsnesi á árum áður. Óskar átti hugmyndina að fjárfestingunni  þegar hann heyrði af því að landeigendurnir væru í söluhugleiðingum og fékk hann viðskiptafélaga sína með sér í verkefni, Hagkaupsbræðurna Jón og Sigurð Gísla Pálmasyni auk Ásgeirs Bolla Kristinssonar sem gjarnan er kenndur við verslunina Sautján.

Umdeild gjaldtaka

Kaupin gengu í gegn um aldamótin í gegnum Kerfélagið efh. og kemur fram í þættinum að kaupverðið hafi numið um 10 milljónum króna sem er um 27,5 milljónir í dag. Fjórmenningarnir eiga allir 25 prósent hlut í félaginu.

Þrettán árum síðar var ágangur ferðamanna orðinn slíkur að eigendurnir hófu gjaldtöku við Kerið sem olli miklum usla í samfélaginu öllu á sínum tíma þó að gagnrýnisraddirnar hafi hljóðnað um síðir.

Ef tekið er mið af ársreikningum Kerfélagsins hefur reksturinn gengið afar vel. Fyrstu árin er ekki gefið upp hverjar tekjur af aðgangseyri voru en hagnaður fyrsta ársins 2013 var 1,7 milljónir og 7,2 milljónir króna árið 2014.

Árið 2015 eru upplýsingar um tekjur af aðgangseyri loks aðgengilegar en þá kemur fram að þær hafi numið 28 milljónum króna en hagnaðurinn það ár var 9,3 milljónir króna.

Kerið er sannkölluð gullgæs fyrir eigendur þess

Reksturinn tekst á flug

Eftir rólega byrjun fór reksturinn síðan á flug.Árið 2016 margfölduðust tekjurnar voru orðnar 70 milljónir króna í lok árs. Hagnaðurinn stórjókst að sama skapi og var rúmlega 30 milljónir króna.

En vænkaðist síðan hagurinn varðandi tekjurnar af aðgangseyrinu. Árið 2017 voru tekjurnar 113,5 mkr, 141,5 milljónir á metári árið 2018 og síðan 131,2 milljónir króna árið 2019.

Hagnaðurinn árið 2017 voru 58 milljónir króna og tæpar 74 milljónir króna árið 2019. Árið 2018 var hins vegar 40 milljón króna tap á rekstrinum sem skýrist af einkennilega háum launagreiðslum það ár eða rúmar 150 milljónir króna samanborið við tæpar 4 milljónir króna á hefðbundnu ári.

Mögulega tengist það að einhverju leyti framkvæmdum á svæðinu en Óskar hefur sagt að gjöldin hafi verið notuð til að fjármagna framkvæmdir á svæðinu og bæta aðstöðuna.

Högg á Covid-ári

Þá hefur komið fram að erlendir ferðamenn séu 95% af gestum og því skyldi engan undra að tekjur félagsins hafi dregist gríðarlega saman á Covid-árinu 2020. Alls voru tekjurnar af aðgangseyrinum þá 27,5 milljónir króna sem þýddi tap upp á 10,5 milljónir króna.

Í eðlilegu árferði er þó ljóst að náttúruperlan Kerið er sannkölluð gullgæs fyrir fjárfestanna sem standa á bak við félagið. Aðeins hefur verið þörf á að halda úti einu stöðugildi og hefur rekstrarkostnaðurinn verið á bilinu 41-44 milljónir króna undanfarin ár.

Í ljósi þess að tekjur af aðgangeyrinum hafa farið upp í 130-140 milljónir króna, eins og áður segir, er ljóst að það getur verið afar ábatasamt að eiga eftirsótta náttúruperlu.

Eigendur Kersins hafa þó ekki greitt sér arð út úr félaginu og því er staða þess afar sterk. Í árslok 2020 skuldaði félagið aðeins 1,7 milljónir króna en auk eignar sinnar á náttúruperlunni átti Kerfélagið handbært fé upp á tæpar 32 milljónir króna og verðbréfaeign upp á 65 milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur er hissa – Var Pútín komið á óvart?

Sérfræðingur er hissa – Var Pútín komið á óvart?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg NATO-ríki eru opin fyrir hugmyndinni – „Þetta gæti skipt sköpum“

Mörg NATO-ríki eru opin fyrir hugmyndinni – „Þetta gæti skipt sköpum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Ók á tré
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 100 skriðdrekar á leið til Úkraínu en það er þörf fyrir 300

Rúmlega 100 skriðdrekar á leið til Úkraínu en það er þörf fyrir 300
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar upplýsingar um dauða rússnesks olígarka – „Brunnið lík skýrir ekki frá leyndarmálum“

Nýjar upplýsingar um dauða rússnesks olígarka – „Brunnið lík skýrir ekki frá leyndarmálum“