fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ragnar sakar Viggó um grímulaus gervivísindi – „Lygilega sjálfhverft og ömurlegt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. júlí 2021 18:30

Viggó Örn Jónsson (t.v.) og Ragnar Þór Pétursson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grein sem Viggó Örn Jónsson, ráðgjafi og þekktur auglýsingamaður, birti á Vísir.is fyrir helgi vakti athygli. Viggó telur að bóluefni gegn Covid-19 hafi þegar náð markmiðum sínum, þau hafi fækkað smitum og dregið stórlega úr hættunni á veikindum hjá þeim sem smitast af veirunni sem veldur sjúkdómnum. Viggó telur að með því að halda áfram að leggja áherslu á sóttvarnatakmarkanir séu okkar leiðandi vísindamenn á sóttvarnasviðinu hættir að fylgja vísindum. Viggó skrifaði:

„Það er ekki og hefur aldrei verið raunhæf hugmynd að útrýma Covid19. Veiran mun aldrei hverfa. Við þurfum að lifa með henni. Ný afbrigði munu koma fram með nýjum smitum. Þetta er vísindaleg staðreynd og þess vegna þurfti bóluefnin. Til þess að draga úr smitum og draga úr alvarleika veikinda. Þetta er nákvæmlega það sama og við gerum við inflúensu á hverju einasta ári. Á hverju einasta ári kemur nýtt afbrigði inflúensu, nýtt bóluefni og við smitumst mörg af „flensu“. Þannig er líka lífið eftir Covid.“

Viggó segir að yfirmenn sóttvarna í landinu og ráðherrar séu komnir í mótsögn við sjálfa sig og í mótsögn verið niðurstöður vísindanna: 

„Þá vill svo til að yfirmenn sóttvarna sem hafa í heilt ár þrumað yfir þjóðinni á daglegum blaðamannafundum um mikilvægi þess að taka vísindalega afstöðu hafa skyndilega misst allan áhuga á vísindum. Allt í einu láta þau eins og almenningur sé í bráðri hættu þrátt fyrir að bólusetningarmarkmiðum sé náð.

Skilaboðin sem heilbrigðisráðherra og íslensk sóttvarnaryfirvöld eru að senda frá sér með því að grípa aftur til grófra inngripa í líf almennings eru einfaldlega þau að bóluefnið virki ekki. Þetta er mjög alvarlegt vantraust á þá vísindalegu vegferð sem þjóðin hélt að hún væri á.

Þetta er ekkert flókið. Markmiðum bólusetninga er náð. Annað hvort virka bóluefnin og við getum hætt aðgerðum eða bóluefnin virka ekki og við þurfum að halda þeim áfram.

Hvort er það?“

Segir grein Viggós ótrúlega

Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir grein Viggós vera ótrúlega og hann sakar hann um lygilega sjálfhverfu. Í pistli sem Ragnar birtir á Facebook segir hann:

„Veirur eru einföldustu lífverur jarðarinnar (ef þær eru á annað borð lifandi) en það þýðir ekki að þær séu þess vegna auðveldir andstæðingar. Þær hafa nefnilega eiginleika sem gerir þær gríðarlega skæðar: Aðlögunarhæfni. Varnir gegn þeim þarf að sama skapi að aðlaga og það sem dugar til að hrinda einni atlögu getur vel orðið gagnslítið í þeirri næstu.

Hér gæti verið eðlilegt líf ef smit hefði ekki streymt aftur inn í landið. Höldum því til haga að ákvarðanir um opnun hér í júlí og aflétting skimunar á landamærum var ekki tekin á sóttvarnarlegum forsendum. Þvert á móti voru það stjórnmálin sem ákváðu að nú skyldi opna með þessum hætti. Aðallega vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum með sama málflutning og greinarhöfundurinn sem hér er til umræðu. Opnað var upp á gátt þrátt fyrir yfirlýstar og augljósar áhyggjur sóttvarnalæknis sem allan tímann hefur sagt það sama: Eðlilegt líf innanlands kostar eftirlit á landamærum.“

Ragnar segir að lífið komist ekki aftur í eðlilegt horf fyrr en öll heimbyggðin hafi verið bólusett. Fráleitt sé að halda því fram að bólusetningar hafi náð markmiði sínu á þessu stigi málsins. Ragnar segir að það séu ekki vísindamennirnir sem hafi haft rangt fyrir sér heldur þeir sem telja að hægt sé að slaka mikið á sóttvarnareglum án afleiðinga:

„Það verður ekkert eðlilegt líf með óheftu flæði fólks milli landa fyrr en lausnin nær til heimsbyggðarinnar allrar. Að halda því fram að bólusetningar hafi nú þegar gert það sem þeim var ætlað að gera (eins og greinarhöfundur gerir í inngangi sínum) þegar búið er að bólusetja innan við fjórðung af heimsbyggðinni og mest í ríkum löndum er ótrúlega og lygilega sjálfhverft og ömurlegt.

Vísindin hafa ekki tapað andliti hér á landi. Það hafa hinsvegar þau gert sem fullyrt hafa ítrekað að hér megi slaka verulega á án afleiðinga. Þau sem heimta að stjórnvöld „standi í lappirnar“ gegn sóttvarnarlækni. Þeirra forspár hafa brugðist trekk í trekk. Þeirra kröfur hafa valdið skaða þegar eftir þeim er látið. Og í stað þess að gangast við því (og jafnvel skammast sín svolítið) eru ósigrarnir lognir upp á aðra. Það er þokkalega slappt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum