fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Edda Falak birti myndband af slagsmálum og allt varð brjálað – „Ofsalega mikill tussuskapur í gangi“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. júlí 2021 22:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag birti áhrifavaldurinn Edda Falak myndband á Twitter af slagsmálum sem áttu sér stað á Hlemmi. Þar mátti sjá tvo menn liggjandi í jörðinni í einskonar glímu. Edda skrifaði við færsluna: „Afsakið, afhverju er ekki 70 ára gamall kall með bjór að stoppa þessi slagsmál?“ Og Twitter-reikningurinn Hjörvarpið bætti við: „Þessi gaur sem kemur gangandi í rólegheitum með bréfpokann er greinilega fullur af eitraðri karlmennsku.“

Þar vitnuðu Edda og Hjörvarpið í umræðu sem átti sér stað í vikunni vegna myndar sem tekin var eftir slagsmál á Akureyri. Þar mátti sjá eldri mann sitja og drekka bjór á meðan blóðugir menn gengu fram hjá honum.

Sjá einnig: Maðurinn sagður „skúrkalegur“ fyrir að bregðast ekki við – „Erum við í alvöru að fagna þessu afskiptaleysi?“

Sumir dásömuðu myndina og fannst hún ansi skemmtileg. Aðrir töldu umræðuna í kringum hana fagna aðgerðarleysi þegar maðurinn hefði átt að bregðast við. Á meðal þeirra sem gagnrýndu myndinina voru baráttukonurnar Hild­ur Lilliendahl Viggós­dótt­ir og María Lilja Þrastardóttir.

„Ofsalega mikill tussuskapur í gangi“

Hildur og María virðast ekki taka vel í grín Eddu og Hjörvarpsins. „Ofsalega mikill tussuskapur í gangi á twitter þessa vikuna. Hver særði ykkur svona?“ sagði Hildur og eftir að því var haldið fram að skoðun hennar hefði verið slæm þegar kom að myndinni, svaraði hún: „Ég stend algjörlega við þetta teik en bullytaktarnir sem hafa gengið yfir mig síðan eru fáránlegir og þið megið alveg fara að hætta þessu. Það er frekar auðvelt að vera ósammála fólki án þess að haga sér svona.“

Þá tók Edda fram að gríninu væri ekki beint að Hildi, heldur væri um að ræða létt skot á þá sem hefðu haldið því fram að maðurinn á myndinni hefði átt að stöðva sjálfur slagsmálin. „Þessu var aldrei beint að þér. Þetta var bara á létt skot á þá sem lögðu til að gamli maðurinn á Akureyri hefði átt að stöðva slagsmálin – man ekki eftir að þú hafir verið með það take.“

María Lilja spurði Eddu Falak hvort mennirnir sem sjást slást á myndbandinu hefðu gefið henni leyfi til að birta það. „Samþykktu þessir menn myndbirtinguna fyrir pick me brandarann þinn?“ Edda sagði að mennirnir væru hreinlega ópersónugreinanlegir: „Það er bara ómögulega hægt að bera kennsl á þessa menn.“ Því svaraði María neitandi, hún segist nefnilega hafa borið kennsl á annan manninn.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri