fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Þórólfur segir hugsanlegt að þúsundir smita geti komið upp í tengslum við útihátíðir á borð við Þjóðhátíð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 06:59

Mynd frá Þjóðhátíð í Eyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn greindust 56 kórónuveirusmit og voru 18 hinna smituðu í sóttkví en 38 utan sóttkvíar. 43 af þessum 56 höfðu lokið bólusetningu, tveir höfðu hafið bólusetning og 11 eru óbólusettir. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að tillögur að sóttvarnaaðgerðum innanlands séu í skoðun vegna uppsveiflu í faraldrinum. Hann segir að í tengslum við útihátíðir geti hugsanlega komið upp hundruð ef ekki þúsundir smita.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að um 220 manns séu í einangrun og í eftirliti hjá COVID-göngudeild Landspítalans. Langflestir eru með lítil sem engin einkenni, einn er með aukin og svæsnari einkenni og einn með alvarleg einkenni. Morgunblaðið hefur eftir Runólfi Pálssyni, yfirlækni COVID-göngudeildarinnar, að hann hafi ekki góða tilfinningu vegna þeirrar stefnu sem faraldurinn hefur tekið. Hann telur að búast megi við að einhverjir muni veikjast alvarlega þrátt fyrir að bólusetning verji flesta fyrir alvarlegum veikindum.

Af þeim sem nú eru í einangrun er 100 á aldrinum 18 til 29 ára eða 44% af heildarfjöldanum. Þórólfur Guðnason staðfesti fyrr í vikunni að flest smitin tengist skemmtistöðum og í Bankastræti og ferð ungmenna til Lundúna.

Margir hafa kallað eftir takmörkunum á afgreiðslutíma skemmtistaða og banni við útihátíðum á borð við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum vegna stöðunnar sem er uppi. Morgunblaðið hefur eftir Þórólfi að slíkar takmarkanir séu til umræðu. „Á stað eins og Þjóðhátíð getur einn einstaklingur fengið ansi mikið og útbreitt smit eftir eina helgi sem væri mjög erfitt að eiga við. Við gætum fengið hundruð og þúsundir smita eftir slíkt,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu