fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hildur segir að bæði gerendur og þolendur þurfi á ást að halda

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 20:03

Hildur Eir Bolladóttir Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, fer nokkrum orðum um þá miklu umræðu um kynferðisbrot sem geisað hefur í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum undanfarið. Hildur segir að í hinni galopnu umræðu sem hafi verið í gangi undanfarið geti hver sem er ráðist að særðu fólki, jafnvel í skjóli nafnleyndar. Hún segir jafnframt að jafnt þolendur sem gerendur þurfi á ást að halda:

„Það er eitt sem við hljótum öll að geta verið sammála um burtséð frá gerendameðvirkni, þolendaskömm eða ágreining um hvort reka eigi kynferðisbrotamál í fjölmiðlum eða hvort uppreist æra og sálarþrek þolenda sé einmitt bundið hinni galopnu umræðu þar sem allir geta haft sína skoðun jafnvel undir nafnleynd og ráðist að særðu fólki eins og þeim sýnist.

Burtséð frá þessu þá hljótum við öll að geta beðið þess að allar persónur, hvar sem þær standa í hörmungunum, séu umvafðar ást einhverra manna, karla og kvenna, af því aðeins þannig komast þau í gegnum þetta, þolendur jafnt sem gerendur, aðeins þannig verður til von í svona erfiðum aðstæðum. Von fyrir okkur öll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“