fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Yfirmaður kynferðisbrotadeildar um mál Snapchat-perrans – „Þarna bregst barnið hárrétt við“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 8. júní 2021 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir nokkuð um að þeim berist tilkynningar um að aðilar með annarlegar hvatir séu að setja sig í samband við ólögráða einstaklinga í gegnum samfélagsmiðla. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Ævar vísað til fréttar DV frá því á sunnudag um íslenska móður, Dedu Oddsdóttur, sem ákvað að veiða eldri mann, sem hafði sett sig í samband við unglingsstúlkur, í gildru.  Deda ákvað að gera þetta eftir að sonur hennar á unglingsaldri greindi henni frá því að vinkonur hans hefðu lent í að eldri maður reyndi að tæla þær til lags við sig. Ævar segir að sonur Dedu hafi brugðist hárrétt við.

Sjá einnig: Íslensk móðir veiddi Snapchat-perra í gildru – Reyndi að tæla ólögráða barn – „Svo Gradur i thig unga saeta pjollustelpa“

„Þarna bregst barnið hárrétt við, að segja frá. Og sem svona foreldri til foreldra, þá  verðum að fagna því og hrósa krökkunum fyrir það að þora að koma og segja frá vegna þess að það hefur verið svolítið um það í svona málum að krakkarnir þora ekki að segja frá – þau eru hrædd við að fá skammir,“ segir Ævar.

Ævar segir að börnin okkar séu yfirleitt mun hnútum kunnari í tækninni en fullorðna fólkið. Þar séu þeir eldri eins og stafrænir innflytjendur á meðan börnin séu frumbyggjar. Þetta skapi aðstæður þar sem börnin geti komist í samband við óprúttna aðila.

Ævar segir að börn sem lendi í svona samskiptum geti sjálf reynt að loka á þau, svo sem með því að loka á (blocka) viðkomandi eða segja þeim til syndanna. Einnig geti þau tilkynnt þetta til einhvers sem þau treysta svo sem til foreldra. Hins vegar sé það best fyrir lögregluna ef skjáskot eru tekin af samskiptunum

„Það væri ekki verra fyrir okkur í löggunni því við þurfum að byggja allar okkar rannsóknir á sönnunargögnum, að taka skjámyndir af samskiptunum ef þau eru ennþá til. Svo þetta er svona í grófum dráttum.“

Ævar segir að nú sé að fara í gang átak þar sem aðgerðir gegn ofbeldi eru kynntar með áherslu á gerendur þar sem í gegnum tíðina hafi það ekki verið gert.

Til séu gerendur sem vilja leita sér aðstoðar en hafi ekki þorað því þar sem þeir viti ekki endilega hvert þeir eigi að leita.

Hins vegar sé eðli kynferðisbrota þannig að tilkynningar berist yfirleitt ekki fyrr en brot er yfirstaðið, fullframið eða með öðrum hætti aðstæður komnar í óefni.

Ævar segist ekki geta fullyrt það að gerendur í máli eins og í tilviki þessa manns sem Deda ræddi við séu alltaf meðvitaðir um að þeir séu að brjóta af sér. Hans persónulega upplifun sem og kollega hans í kynferðisbrotadeildinni sé þó sú að flestir geri sér vel grein fyrir því.

„Mín upplifun og okkar í kynferðisbrotadeildinni er að flestir geri sér grein fyrir því að þetta sé ósamþykkt hegðun, en það er ekki þar með sagt að þeir upplifi það sjálfir að þetta sé ósamþykkt hegðun eða að það sé eitthvað að þeim. En þeir átta sig á því að í samfélaginu eru þeir útlagar.“

Ævar segir jafnframt að tæknin og netið hafi opnað upp á nýja möguleika og nú sé það þannig að það heyri til undantekninga í málum hjá kynferðisbrotadeildinni ef Netið eða spjallsímar koma ekki við sögu.

„Við vorum með mál um daginn þar sem við fórum yfir síma hjá barni sem varð fyrir broti. Þá voru 70 þúsund myndir í símanum og við vorum að leita af tveimur.“

Mikið mæðir á kynferðisbrotadeildinni í dag og standa þau í ströngu að rannsaka þann fjölda mála sem tilkynntur er til þeirra.

„Ég get bara tekið sem dæmi að núna á einni viku hafa komið inn í kringum tólf ný mál, sem varða kynferðisbrot.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi