fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Fréttir

Óviðeigandi athæfi íslenskra sendla – Notuðu persónuupplýsingar úr vinnunni til að hafa uppi á kvenkyns viðskiptavini

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 7. júní 2021 20:30

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona greindi frá því nýverið á Instagram-síðu sinni að hún hefur tvisvar sinnum lent í því að kaupa heimsendingarþjónustu frá fyrirtæki og karlkyns starfsmenn notuðu persónuupplýsingar hennar til að hafa uppi á henni á samfélagsmiðlum.

Konan er ekki með þann fjölda af fylgjendum að hún geti flokkast sem áhrifavaldur og kaus að koma fram nafnlaus. „Í fyrra pantaði ég einhvern tíma pítsu og það var strákur sem afgreiddi mig. Stuttu seinna byrjaði hann að fylgja mér á Instagram. Sem sagt notaði nafnið mitt á pöntuninni og leitaði svo að mér. Og [í síðustu viku] fékk ég vörur frá IKEA sendar heim og maðurinn sem kom með þær byrjaði svo að fylgja mér. Persónulega finnst mér óþægilegt að borga fyrir þjónustu og ókunnug manneskja kemur heim til mín og notar svo upplýsingarnar og leita mig uppi,“ sagði konan.

Í  samtali við DV segir konan að hún hefði „blokkað“ báða mennina. Hún segir að í kjölfarið að greina frá sinni reynslu hefði hún fengið skilaboð frá konu sem hafi lent í svipuðu atviki með sendil sem að gekk skrefinu lengra og byrjaði að hringja í viðkomandi.

Dæmi eru þess að slík mál hafi komið upp erlendis og umræða sprottið upp í kjölfar þess. Ljóst er að slíkt athæfi er skýrt brot á nýjum persónuverndarlögum (GDPR).

DV heyrði í bæði IKEA og Dominos til að forvitnast um hvort að fyrirtækin væru með einhverjar reglur fyrir starfsmenn eða stefnu gagnvart því að starfsmenn væru að nota upplýsingar um viðskiptavina til slíkra einkanota.

Ásmundur Atlason, markaðsfulltrúi Dominos, sendi DV eftirfarandi yfirlýsingu.

„Verklagsreglur okkar og vinnusiðferði eiga að vera á hreinu. Enginn starfsmaður má nota upplýsingar og gögn sem hann hefur í krafti starfs síns til eigin nota eða framdráttar þ.m.t. upplýsingar um vörur eða viðskiptamenn.  Fyrir nokkru síðan kom upp tilvik þar sem starfsmaður var grunaður um slíka hegðun og var hann í kjölfar samtals færður til í starfi til að auðvelda úrvinnslu og greiningu málsins. Það var tímabundin lausn á meðan málið var í vinnslu en því lauk eftir formlegt ferli hér innanhúss. Við erum að jafnaði með 500-700 ungmenni í vinnu og leggjum mikla áherslu á jafnrétti, góð samskipti og kynnum öllum starfsmönnum leiðir til að benda á eða kvarta undan óæskilegri hegðun samstarfsmanna eða viðskiptavina. Í raun afgreiðum við þau fáu erindi sem berast eins, hvort sem þau koma frá starfsmönnum eða viðskiptavinum.“

DV ræddi einnig við Guðnýju Camillu Aradóttur, fjölmiðlafulltrúa IKEA. Hún sagði að IKEA hefur ekki borist kvartanir vegna þessa. „Við sem fyrirtæki erum með persónuverndarskilmála og söfnum ekki upplýsingum en í svona tilviki sér starfsmaðurinn upplýsingarnar. Þetta gefur okkur ástæðu til að skoða hvort það þurfi sérstaklega að nefna þetta í okkar starfsmannareglum,“ segir hún og bætir við að þetta sé snúið mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einkennilegur þjófnaður átti sér stað í nótt – Þegar maðurinn kom út var hundurinn horfinn

Einkennilegur þjófnaður átti sér stað í nótt – Þegar maðurinn kom út var hundurinn horfinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Barnaverndarnefnd Kópavogs fékk móður svipta forræði yfir þremur börnum – Landsréttur staðfesti dóminn

Barnaverndarnefnd Kópavogs fékk móður svipta forræði yfir þremur börnum – Landsréttur staðfesti dóminn