fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Fréttir

Svakaleg eftirför lögreglu í Grafarvogi endaði með handtöku – Slógu mann ítrekað í höfuðið og hlupu á brott

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 20. júní 2021 07:53

mynd/wiki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg verkefni komu á borð lögreglu í nótt, ef marka má dagbók lögreglu. Þar er meðal annars greint frá svakalegri eftirför lögreglu, og tveimur líkamsárásum í Miðbænum.

Eftirförin átti sér stað í Grafarvogi, og hófst eftir að ökumaður, sem var kona, stöðvaði ekki bifreið sína eftir að lögregla gaf merki um það, með bláum ljósum og hljóðmerkjum. Ökumaðurinn gekk svo langt að keyra utan vegar, yfir gras og eftir gangstéttum. Að lokum nam bíllinn staðar, en þá hljóp konan í burtu. Það gekk þó ekki og var hún handtekin fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og umferðarlagabrot.

Í miðbænum áttu sér stað tvær líkamsárásir. Annars vegar var maður í annarlegu ástandi handtekinn á veitingastað fyrir að ráðast á dyravörð, en sá var vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Hins vegar slógu tveir menn annan mann ítrekað í höfuðið og hlupu síðan á brot. Þolandinn var fluttur með sjúkrabifreið á Bráðadeild til aðhlynningar.

Í dagbók lögreglu er einnig greint frá því að tveir menn hafi verið handteknir í verslunarmiðstöð, grunaðir um þjófnað á fatnaði. Þá var vegabréfum og fartölvum stolið í innbroti í miðbænum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt stopp í Kömbunum eftir þriggja bíla árekstur

Allt stopp í Kömbunum eftir þriggja bíla árekstur
Fréttir
Í gær

Þórólfur útilokar ekki harðari takmarkanir á næstunni

Þórólfur útilokar ekki harðari takmarkanir á næstunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona bregst þjóðin við fréttunum: „Ég vil að ríkisstjórnin taki aðra þotu á leigu og skelli sér í langt frí til Norður-Kóreu“

Svona bregst þjóðin við fréttunum: „Ég vil að ríkisstjórnin taki aðra þotu á leigu og skelli sér í langt frí til Norður-Kóreu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taktu könnun: Hvað finnst þér um nýju takmarkanirnar?

Taktu könnun: Hvað finnst þér um nýju takmarkanirnar?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar á nálum yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar – „Allir ráðherrar í hvítvínslegi í hitanum fyrir austan og harðneita því að stöðva sumarið“

Íslendingar á nálum yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar – „Allir ráðherrar í hvítvínslegi í hitanum fyrir austan og harðneita því að stöðva sumarið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innkalla forsteikt smælki með rósmarín

Innkalla forsteikt smælki með rósmarín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður telur fyrirtækjum heimilt að skikka fólk í skimun vegna kórónuveirunnar

Lögmaður telur fyrirtækjum heimilt að skikka fólk í skimun vegna kórónuveirunnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kolbrún gagnrýnir gagnrýnisleysi

Kolbrún gagnrýnir gagnrýnisleysi