fbpx
Sunnudagur 13.júní 2021
Fréttir

Bragi ætlar breyta veitingastöðunum sínum í kjölfar #MeToo umræðunnar – „Það var nógu erfitt að sjá þetta í fyrsta skipti“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 7. maí 2021 20:45

Mynd/Samsett - Mynd af Braga/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Twitter og Facebook er troðfullt af sögum þolenda og nokkurra gerenda kynferðisofbeldis. Ég er formiðaldra hvítur karl. Er hluti af þeim sem geta hvað mest gert til að breyta stöðunni sem konurnar okkar og aðrir þolendur upplifa.“

Svona hefst færsla sem veitingamaðurinn Bragi Skaftason, sem rekur til að mynda Vínstúkuna 10 Sopa, skrifar á Facebook-síðu sína. „Ég hef svo sem verið öxl til að gráta á, hef komið vinkonum mínum til bjargar oftar en einu sinni. Upplifi mig samt ekki sem neina hetju, eiginlega þvert á móti,“ segir hann.

„Ég man eftir hræðslutilfinningunni þegar við bjuggum á Ásvallagötunni. Við Kristjana vorum með kerfi ef hún gekk ein heim úr bænum, ég var tilbúinn í útiskónum heima, tilbúinn að hlaupa til hennar og stoppa ef eitthvað kæmi fyrir. Fólk á ekki að þurfa að lifa með þessari ógn.“

Sögurnar sem fólk hefur deilt undanfarið fengu Braga til að hugsa til þess að hann hafi ekki gert neitt til að breyta heiminum. „Þetta virðist vera góð stund til þess,“ segir Bragi en hann ætlar að byrja á því að breyta stöðunum sem hann tekur þátt í að reka.

„Gera þá eins örugga og ég get. Koma í veg fyrir ofurölvun og hafa leið fyrir konur til að láta vita. Allar ábendingar vel þegnar. Ég er að lesa sögurnar og reyna að skilja en það er kannski ógerningur. Kannski eigum við bara að trúa og taka leiðbeiningum. Sýna smá auðmýkt gagnvart þolendum ofbeldis.“

„Þetta er alveg skref sem ég held að margir þurfi að taka“

DV ræddi við Braga um málið. Hann segir að stóra inntakið í þessu öllu saman sé það að sjá þessa skriðu af sögum koma aftur. „Það var nógu erfitt að sjá þetta í fyrsta skipti. Ég held að þetta geti ekki gert annað en snert hverja einustu manneskju sem les þetta og gefur sér tíma í þetta. Stundum er kominn tími á að maður skoði sitt nærumhverfi og séð hvort það sé ekki eitthvað sem maður getur betrumbætt og tekið þannig þátt í að laga heiminn,“ segir Bragi.

„Ég get allavega tekið þátt í að laga en akkúrat núna þarf sviðið svolítið að vera frátekið fyrir þolendur, og núna gerendur sem hafa margir komið fram. Það er gott að sjá að margir eru tilbúnir að taka ábyrgð á gjörðum sínum opinberlega, það er ábyggilega í fyrsta skipti sem það gerist á Íslandi. Það er ofboðslega erfitt að lesa þessar sögur og þetta hlýtur að vekja fólk til umhugsunar.“

„Ég vinn í bransa sem ber alveg ábyrgð“

Bragi segir að honum finnist það ekki vera neitt sérstaklega merkilegt að hann ætli sjálfur að gera þessar breytingar. Hann minnir á að sviðið tilheyri þessa stundina þolendunum og þeirra sögum. „En þetta er alveg skref sem ég held að margir þurfi að taka,“ segir hann.

„Ég vinn í bransa sem ber alveg ábyrgð. Ég stjórna akkúrat núna einum en bráðum fjórum veitingastöðum,“ segir hann og á þar við Vínstúkuna 10 Sopa en svo á hann eftir að opna bruggstofu á Snorrabrautinni, veitingastaðinn Brút og kaffihús á Hafnarstrætinu. „Ég byrjaði aðeins að hugsa, þessir veitingastaðir, skemmtistaðir og fleira sem er í rekstri, hvað er raunverulega verið að gera til að gera umhverfið öruggara?“

„Við þurfum að vera á tánum“

Bragi nefnir svo það sem hann hefur í huga þegar kemur að breytingum á stöðunum. „Þeir verða vel lýstir, lítið um skúmaskot fyrir fólk til að koma sér hjá sýnileika. Svo verður starfsliðið sett upp og þjálfað í að taka við hjálparbeiðnum, þetta skiptir máli,“ segir hann.

„Ég veit það alveg að í veitingabransanum á Íslandi er þetta yfirleitt afskaplega vandað og gott fólk. Ég veit alveg að það ætti ekki að vera erfitt að ná fram einhverjum breytingum. Ég ætla ekki að halda því fram að menn séu ekki að gera þetta en ég held að sjálfsskoðun sé alltaf holl. Í hvert skipti sem við erum að búa til aðstæður sem geta reynst hættulegar fyrir fólk þá eigum við að beita okkur í þá átt að gera fólki kleift að komast út úr þessum aðstæðum. Ég vil alls ekki meina að þetta sé illa gert á íslenskum veitingastöðum, ég upplifa meira að segja íslenska veitingastaði býsna örugga en það er alltaf rými fyrir breytingar og við þurfum að vera á tánum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi segir galið að taka tónlist Auðs úr spilun – Margir þekktir einstaklingar gagnrýna meðferðina á honum

Bubbi segir galið að taka tónlist Auðs úr spilun – Margir þekktir einstaklingar gagnrýna meðferðina á honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt innanlandssmit

Eitt innanlandssmit
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjúkrunarfræðingur í mál við Akureyrarbæ – Sökuð um mistök við lyfjagjafir og sérkennilegan frágang á líki

Hjúkrunarfræðingur í mál við Akureyrarbæ – Sökuð um mistök við lyfjagjafir og sérkennilegan frágang á líki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bólusetning vinsælli en tónleikar Ed Sheeran – Röð að Glæsibæ þrátt fyrir lélega mætingu

Bólusetning vinsælli en tónleikar Ed Sheeran – Röð að Glæsibæ þrátt fyrir lélega mætingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrslitabardagi McGregor og Poirier á Viaplay

Úrslitabardagi McGregor og Poirier á Viaplay
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar missa sig yfir stærsta lottóvinning Íslandssögunnar – „Var að frétta að Sigríður Andersen hafi verið að vinna 1,2 milljarða“

Íslendingar missa sig yfir stærsta lottóvinning Íslandssögunnar – „Var að frétta að Sigríður Andersen hafi verið að vinna 1,2 milljarða“