Skömmu fyrir klukkan 17.00 var ekið á reiðhjólamann í Kópavogi. Hann meiddist óverulega en hjálmurinn sem hann var með bjargaði miklu.
Um klukkan 16.30 í gær var maður handtekinn í verslun í Árbæ en þar hafði hann verið með hótanir og yfirgang við viðskiptavini og starfsfólk. Hann var vistaður í fangageymslu.
Á sjöunda tímanum var tilkynnt um ökumann sem hafði dælt bensíni á bifreið sína en tók bensíndæluna ekki úr bifreiðinni áður en hann ók af stað. Ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna. Tveir ökumenn til viðbótar voru handteknir síðdegis í gær. Annar er grunaður um að hafa verið undir áhrifum lyfja og hinn um að vera undir áhrifum fíkniefna auk þess sem hann reyndist vera sviptur ökuréttindum.