fbpx
Laugardagur 12.júní 2021
Fréttir

Aldraður maður barinn til óbóta

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 02:31

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan 17.00 í gær var tilkynnt um rán í Laugardalshverfi. Þar höfðu þrír aðilar ráðist á aldraðan einstakling með bareflum og stolið ýmsum munum af honum. Þeir brutu gleraugu hans og börðu til óbóta. Lá maðurinn í blóði sínu er lögreglan kom á vettvang. Vitað er hverjir voru að verki.

Skömmu fyrir klukkan 17.00 var ekið á reiðhjólamann í Kópavogi. Hann meiddist óverulega en hjálmurinn sem hann var með bjargaði miklu.

Um klukkan 16.30 í gær var maður handtekinn í verslun í Árbæ en þar hafði hann verið með hótanir og yfirgang við viðskiptavini og starfsfólk. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á sjöunda tímanum var tilkynnt um ökumann sem hafði dælt bensíni á bifreið sína en tók bensíndæluna ekki úr bifreiðinni áður en hann ók af stað. Ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna. Tveir ökumenn til viðbótar voru handteknir síðdegis í gær. Annar er grunaður um að hafa verið undir áhrifum lyfja og hinn um að vera undir áhrifum fíkniefna auk þess sem hann reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem ók Angjelin segist ekki hafa vitað að hann ætlaði að myrða Armando – Geymdi tösku sem innihélt byssuna

Maðurinn sem ók Angjelin segist ekki hafa vitað að hann ætlaði að myrða Armando – Geymdi tösku sem innihélt byssuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins gagnrýndur fyrir ummæli sín um drengi og athyglisbrest – „Ekki hundsvit á hvaða ADHD gengur út á“

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins gagnrýndur fyrir ummæli sín um drengi og athyglisbrest – „Ekki hundsvit á hvaða ADHD gengur út á“