fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Fréttir

Fjölskylduharmleikur í héraðsdómi – „Ég kem heim til afa með hníf og drep ykkur öll“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 30. apríl 2021 12:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni mann í tveggja ára fangelsi brot í nánu sambandi, hótanir, líkamsárás og fíkniefnalagabrot. Maðurinn braut ítrekað gegn nálgunarbanni með því að setja sig í samband við fyrrverandi kærustur. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir rán, en var sýknaður af þeim hluta ákærunnar.

Hótanir mannsins beindust að sömu fyrrverandi kærustu, vinkonu hennar, systur sinni og fleirum. Óhætt er að segja að hótanirnar eru einkar ófyrirleitnar og grófar. Eru þær tilgreindar í ákærunni, sem er svo í á fjórða tug liða.

Brot mannsins er varða hótanir og brot á nálgunarbanni eru einkar ógeðfelldar. Hótar maðurinn kærust sinni, vinkonu hennar, systur sinni með tölvupóstum, skilaboðum í síma og símtölum. Á einum stað er maðurinn sagður hafa sent konunni yfir eitt þúsund skilaboð á aðeins rétt rúmlega tveggja vikna tímabili.

„Það er ekkert dóp hérna á heimilinu en ef ég sé lögregluna koma og leita hérna þá kem ég heim til S og afa með hníf drep ykkur öll,“ sendi maðurinn meðal annars á systur sína. „Og ég mun án gríns verða ánægður með 16 árin sem ég fæ fyrir að drepa þig því þú átt það skilið ef þú ert að reyna að skemma lífið mitt stanslaust.“

Þá er maðurinn sakfelldur fyrir að hafa ítrekað ekið bifreið án réttinda, víðs vegar um landið og stundum undir áhrifum fíkniefna. Í febrúar 2019 er maðurinn jafnframt sagður hafa ráðist að einstaklingi í Hafnarfirði með hníf. Þegar brotaþoli flúði út á svalir mun maðurinn hafa sveiflað hnífi sínum í rúðu á svalahurðinni með þeim afleiðingum að hún brotnaði og haldið því næst árás sinni áfram.

Maðurinn á við geðræn vandamál að stríða, að því er segir í dómnum. Við ákvörðun refsingar var litið sérstaklega til góðrar hegðunar mannsins fyrir dómi við meðferð málsins og þess að hann játaði að hluta til sök í málinu.

Til frádráttar refsingar, segir í dómnum, kom gæsluvarðhald sem maðurinn sat í óslitið frá 1. október til 29. apríl.

Dóminn má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir lögreglu hafa vitað í töluverðan tíma að Anton væri saklaus – „Það er ekki hægt að fá bornar á sig stærri sakir“

Segir lögreglu hafa vitað í töluverðan tíma að Anton væri saklaus – „Það er ekki hægt að fá bornar á sig stærri sakir“
Fréttir
Í gær

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi – MYNDIR

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi – MYNDIR
Fréttir
Í gær

Anton Kristinn ekki ákærður í Rauðagerðismálinu

Anton Kristinn ekki ákærður í Rauðagerðismálinu
Fréttir
Í gær

Nammistríð: Nýjasta útspil Nóa Siríus vekur mikla reiði hjá Góu – „Þetta er bara lélegt“

Nammistríð: Nýjasta útspil Nóa Siríus vekur mikla reiði hjá Góu – „Þetta er bara lélegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Maríjon til Kvis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu