fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Fréttir

Bandaríkin á nálum – Örlög löggunnar sem myrti George Floyd liggja nú fyrir

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 21:09

mynd/samsett Getty/CNN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarleg spenna er nú á götum útí í Minneapolis eftir að tilkynnt var að kviðdómur hefði komist að niðurstöðu í máli banamanns George Floyd, fyrrverandi lögreglumanninum Derek Chauvin. Chauvin er gefið að sök að hafa orðið Floyd að bana í maí í fyrra með því að leggja hné sitt á háls George Floyd og þrengja þannig að öndunarvegi Floyds í um níu mínútur. Myndband náðist af atvikinu þar sem mátti meðal annars heyra Floyd kalla á móður sína og segjast ekki geta andað.

Myndbandið fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla áður en fjölmiðlar vestanhafs tóku upp þráðinn. Ofbeldi af hálfu lögreglunnar var mótmælt í borginni en mótmælin breyttust fljótt í óeirðir og dreifði aldan úr sér til allra helstu bandarískra borgu. Óeirðirnar eru nú sagðar hafa kostað bandarískir borgir allt að tvo milljarða bandaríkjadal og slógu þær þar með met óeirðanna árið 1992 í kjölfar sýknudóms yfir lögreglumönnunum sem lömdu Rodney King í Los Angeles. 25 létu lífið í George Floyd óeirðunum.

Derek Chauvin var rekinn úr lögreglunni í Minneapolis daginn eftir andlát Floyd. Örfáum dögum síðar var Chauvin svo handtekinn og ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af gáleysi. Ásetningur þarf hvorki að liggja fyrir til þess að gerast sekur um morð af þriðju gráðu eða manndráp af gáleysi, samkvæmt lögum Minnesota ríkis. Þrátt fyrir að Chauvin hafi þar með orðið fyrsti hvíti lögregluþjónninn til þess að vera ákærður fyrir að valda dauða svarts manns í Minnesota brast út mikil reiði meðal almennings með að hann hafi ekki verið ákærður fyrir ásetningsbrot. Framhaldsákæra var síðar gefin út þar sem Chauvin var ákærður fyrir manndráp af annarri gráðu. Chauvin var í júní sleppt úr haldi og hefur gengið laus síðan.

Þúsundir söfnuðust saman víða um Minneapolisborg þegar fréttir bárust að kviðdómur hefði komist að niðurstöðu í málinu. Hundruðir söfnuðust saman fyrir utan dómhúsið og hlýddu meðal annars á kærustu Floyds ávarpa hópinn. Enn fleiri söfnuðust saman á vettvangi morðsins og flæða nú blómvendir yfir götuhornið þar sem Floyd lét lífið í fyrra.

Uppfært: 21:11

Kviðdómurinn komst nú rétt í þessu að Chauvin væri sekur af öllum ákæruliðum.

Dómarinn leiddi kviðdóminn inn og skipaði Derek Chauvin að standa á meðan kviðdómurinn kom sér fyrir. Síðar las dómarinn upp niðurstöðu kviðdómsins, lið fyrir lið. Chauvin reyndist sekur af öllum ákæruliðum.

Chauvin sýndi lítil viðbrögð á meðan á uppkvaðningunni stóð.

Derek Chauvin í dómsal fyrir skömmu. Mynd/CNN

Dómarinn óskaði þá eftir munnlegri staðfestingu frá hverjum kviðdómara fyrir sig. „Er þetta þín niðurstaða,“ spurði dómarinn kviðdómarana einn af öðrum. „Já,“ heyrðist kallað úr salnum. Á meðan beindist myndavél CNN að ákærða í málinu, Derek Chauvin.

Saksóknarinn krafðist þess þá að sú trygging sem Chauvin hafði reitt fram fyrir að fá að ganga laus yrði felld úr gildi og að Chauvin yrði færður í fangaklefa. Dómarinn féllst á það og mátti heyra smellina í handjárnunum áður en Chauvin var leiddur út úr dómsal og inn í fangaklefa.

Dómarinn skoðar nú málsatriði og niðurstöðu kviðdóms og mun á næstu dögum eða vikum ákvarða refsingu Chauvins. Refsiramminn er nokkuð víður í þeim brotum sem Chauvin var sakfelldur fyrir og rétt eins og á Íslandi, hafa dómarar talsvert svigrúm til þess að meta aðstæður.

Hópar sem safnast höfðu saman fyrir utan dómshúsið og víðar í Minneapolis fögnuðu ákaft þegar fréttir af niðurstöðu kviðdómsins fréttust út fyrir dyr dómsalsins. Af viðbrögðum bandarískra álitsgjafa í fjölmiðlum vestanhafs er ljóst að kafla hefur verið lokað í bandarískri sögu.

Chauvin leiddur út í handjárnum og mun eyða nóttinni, og væntanlega næstu árum, í fangelsi. Chauvin er fyrsti hvíti lögregluþjónninn sem er ákærður fyrir að valda dauða svarts manns í Minnesota ríki. mynd/CNN

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Maríjon til Kvis
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu
Fréttir
Í gær

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana
Fréttir
Í gær

Innbrot í ljósmyndavöruverslun – Sinubruni og fjársvik

Innbrot í ljósmyndavöruverslun – Sinubruni og fjársvik