fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Hauksdóttir, lögfræðingur, segir pólitískar skoðanir Kára Stefánssonar ekki vera vísindi. Hún ritar um þetta í pistli sem birtist hjá Vísi.  Hún segir það furðu sæta að Kári telji það réttlætanlegt að beita nauðungarvistun á grundvelli reglugerðar sem skorti lagastoð.  Ef samfélagið myndi samþykkja slíkt þá væri voðinn vís ef til valda kæmist ráðherra sem myndi misnota þetta vald.

„Nú má vel vera að Svandís Svavarsdóttir sé mikil afbragðsmanneskja og dásamlegur ráðherra en við vitum ekkert hverskonar fasistar geta átt eftir að verma ráðherrastóla á Íslandi. Það yrði hræðilegt fordæmi ef dómstólar legðu blessun sína yfir reglugerðina umdeildu.“

Eva segir framlag Kára í baráttunni við faraldurinn ómetanlegt og lofsvert. En framlag hans til pólitískrar stefnumótunar sé hins vegar umdeilanlegt. Hann hafi hvað eftir annað tjáð pólitískar skoðanir sínar opinberlega.

„Þótt Kára sé að sjálfsögðu frjálst að tjá hug sinn þá skiptir máli hvort hugmyndir hans eru settar fram sem persónulegar skoðanir eða í krafti kennivalds hans sem vísindamanns.“

Það skipti almenning máli að geta gert greinarmun á því hvenær Kári talar sem vísindamaður og hvenær hann er að tjá persónulegar skoðanir sínar sem einstaklingur.

Bendir Eva á pistil sem Kári skrifaði í júní á síðasta ári þar sem hann blandaði saman vísindum og pólitískri afstöðu. Þar hafi Kári sagt að ferðamenn ættu ekki að vera skikkaðir í sóttkví því það væri „nauðsynlegt til þess að geta fengið til landsins sérfræðinga til þess að annast viðhald og viðgerðir á flóknum tækjum.“

Eva segir um þetta: „Æ, Kári, þetta eru ekki rök.“

Nú hafi hann hins vegar skipt um skoðun og telji nauðsynlegt að hægt sé að neyða fólk í sóttvarnarhús.

„Afstaða hans til sóttvarna hefur gerbreyst en sannfæring hans um að hann vilti alla hluti öðrum betur hefur ekkert haggast.“

Niðurstaða héraðsdóms í sóttvarnarhúss-málinu hafi verið fyrirsjáanleg og í samræmi við viðurkenndar lögskýringaraðferðir.

„Kári má vitanlega hafa þá skoðun að dómurinn sé rangur. Við sem á hann hlýðum ættum þó að vera meðvituð um að Kári er ekki lögfræðingur heldur sérfræðingur á ákveðnum sviðum innan læknisfræðinnar.“

Eva segist þakklát fyrir sérfræðiþekkingu Kára og framlag hans og fyrirtækis hans. En hann sé ekki sérfræðingur í lögum og um þau tjái hann sig sem leikmaður.

„Skoðanir Kára Stefánssonar á því hversu hörðum sóttvarnarráðstöfunum ætti að beita eru ekkert heilagri en skoðanir okkar hinna, sem sést kannski best á því að Kári 2021 er algerlega ósammála Kára 2020.“

Þó Kári hafi yfirburðastöðu til að spá fyrir um hegðun kórónuveirunnar styðst túlkun hans á sóttvarnarlögum ekki við neina sérþekkingu.

„Raunar er hún einhvers staðar á milli þess að vera fáránleg og hlægileg og ef stjórnvöld hefðu lagatúlkun Kára að leiðarljósi gætu afleiðingarnar orðið glæpsamlegar.“

En þar vísar Eva til ummæla Kára um litakóðakerfi almannavarna sem hann kallaði einmitt fáránleg, hlægilegt og glæpsamlegt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“