fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023
Fréttir

Mögulegt hópsmit af breska afbrigðinu gæti verið í uppsiglingu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. mars 2021 18:38

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannavarnir blésu til óvænts upplýsingafundar í dag. Tilefnið eru þrjú ný smit, tvö þeirra eru af völdum breska afbrigðisins, sem er mjög smitandi, og beðið er eftir raðgreiningu á því þriðja. RÚV greinir frá.

Eitt af smitunum þremur er rakið til starfsmanns á Landspítalanum en vegna þess smits eru nú um 50 manns í sóttkví og fara í sýnatöku.

Þórólfur útskýrði á fundinum að farþegi hefði komið hingað til lands 26. febrúar með neikvætt PCR-próf og neikvæða fyrstu skimun. Á fimmta degi sóttkvíar greindist hann hins vegar með breska afbrigði kórónuveirunnar.

Þórólfur segir að það skýrist á næstu dögum hvort herða þurfi aftur samkomutakmarkanir vegna þessara smita. „Ef það kemur í ljós að það sé komin einhver dreifing á veiruna út fyrir þennan hóp sem við erum að tala um núna þá þarf svo sannarlega að endurskoða afléttingarnar sem hafa verið í gangi, finnst mér,“ sagði Þórólfur.

Einn hinna smituðu var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld. Nokkrir tugir eru í sóttkví vegna þess smits.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín vill stöðva skotárásir á rússnesk landsvæði

Pútín vill stöðva skotárásir á rússnesk landsvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínskir hermenn lýsa árásum Wagnerliða – Eins og uppvakningamynd

Úkraínskir hermenn lýsa árásum Wagnerliða – Eins og uppvakningamynd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Frétta­vaktin: Orka frá vind­­myllum ó­­­traust og notkun megrunar­lyfja tí­faldast

Frétta­vaktin: Orka frá vind­­myllum ó­­­traust og notkun megrunar­lyfja tí­faldast
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsárás í Vesturbænum

Líkamsárás í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að öllu sé lokið hjá Pútín ef Úkraínumenn ná ákveðnu landsvæði aftur

Segir að öllu sé lokið hjá Pútín ef Úkraínumenn ná ákveðnu landsvæði aftur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þeir eru augu úkraínska hersins við víglínurnar og fyrir aftan þær – „Það er mikið mannfall hjá okkur“

Þeir eru augu úkraínska hersins við víglínurnar og fyrir aftan þær – „Það er mikið mannfall hjá okkur“