fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
Fréttir

Sífellt fleiri og yngri íslensk börn með átröskun

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 5. mars 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gífurleg aukning hefur verið undanfarna mánuði á tilvísunum til átröskunarteymis BUGL. Það er í fyrsta skipti biðlisti eftir að komast í meðferð hjá átröskunarteymi BUGL frá stofnun teymisins árið 2000. „Það er búin að vera 60 prósenta aukning í tilvísunum til okkar frá því í september 2020,“ segir Tinna Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri átröskunar Barna- og unglingageðdeildar Landspítala. Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði DV.

Það er margt sem gæti spilað inn í þessa gríðarlegu aukningu. „Það hefur verið breytt samfélag í COVID. Við hjá teyminu hugsum það þannig að það hefur verið titringur í rútínu barnanna, foreldrarnir eru meira heima og sjá mynstrið, börnin eiga erfiðara með að fela það. Ég vil ekki henda neinu fram þar sem við erum ekki viss. Mögulega COVID-árið góða. Svo getur það verið að heilbrigðisstarfsfólk sé meðvitaðra um áhættuna. En þetta er mikil  aukning og sérstaklega hjá ungum krökkum. Þetta eru alveg ótrúlega alvarleg veikindi og það má ekki myndast biðlisti því börnin veikjast bara á meðan þau bíða, ástandið verður bara verra ef þau fá ekki strax hjálp.“

Tinna segir að það vanti fleira starfsfólk og það þurfi að auka fjárframlög ríkisins til BUGL og átröskunarteymisins. Meðferðin er flókin og þarfnast þéttrar þjónustu til að byrja með.

Börnin sem greinast verða sífellt fleiri og yngri. Undanfarið hefur orðið aukning í greiningu ungra barna á aldrinum 10 til 13 ára.

Tinna segir að það vanti fleira starfsfólk og það þurfi að auka fjárframlög ríkisins til BUGL og átröskunarteymisins. Meðferðin er flókin og þarfnast þéttrar þjónustu til að byrja með.

Þetta er hluti af stærri umfjöllun sem birtist í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn klofnar jörð á Reykjanesi – Fjórða gossprungan opnaðist í nótt

Enn klofnar jörð á Reykjanesi – Fjórða gossprungan opnaðist í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur mannræningi handtekinn á Íslandi í dag – Frásögn fórnarlambsins vekur óhug

Meintur mannræningi handtekinn á Íslandi í dag – Frásögn fórnarlambsins vekur óhug
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Filippus prins og drottningarmaður látinn 99 ára að aldri

Filippus prins og drottningarmaður látinn 99 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sem var nafnlaus opinberar sig og dætur sínar með málaferlum gegn Stundinni – „Báru föður sinn ítrekað þeim sökum að hafa brotið á sér“

Faðir sem var nafnlaus opinberar sig og dætur sínar með málaferlum gegn Stundinni – „Báru föður sinn ítrekað þeim sökum að hafa brotið á sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pírataspjallið logaði vegna færslu Dóru Bjartar – Segir fólk búa til fantasíur til að vera með hræðsluáróður

Pírataspjallið logaði vegna færslu Dóru Bjartar – Segir fólk búa til fantasíur til að vera með hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ríkið borgar manni miskabætur sem hótaði ítrekað að birta nektarmyndir – „Það er gott að þú hatir mig“

Ríkið borgar manni miskabætur sem hótaði ítrekað að birta nektarmyndir – „Það er gott að þú hatir mig“