fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Veitingamaður við Laugaveg lýsir skelfingarástandi hjá ógæfufólki – „Hef aldrei orðið vitni að eins mikilli eymd“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 11:39

Frá Laugavegi. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Bjarni Steinsson, veitingamaður á Dillon við Laugaveg, segist aldrei hafa upplifað eins skelfilegt ástand varðandi vanda fólks með geðraskanir og fíkniefnavanda sem er á ferli um Laugaveginn, og síðustu vikur. Hann skrifar á Facebook-síðu sína:

„Það er eitthvað stórkostlegt að þegar kemur að hjálp við þá sem eiga við geðraskanir eða fíkniefnavandamál að stríða. – Á ferli sem spannar rúmlega 20 ár í miðbæ Reykjavíkur hef ég aldrei orðið vitni að eins mikilli eymd og ég horfi orðið uppá á hverjum einasta degi. Það líður varla sá dagur að starfsfólk þurfi ekki að kalla til aðstoðar lögreglu og sjúkraliðs vegna aðila sem eru augljóslega fárveikir á flækingi hér um bæinn.“
Að sögn Jóns hefur ástandið verði sérstaklega erfitt síðustu vikur og ekki líði sá dagur að ekki sé kallað á sjúkrabíl vegna hræðilegs ástands hjá fólki sem á undir högg að sækja í samfélaginu:
„Það hafa fleiri sjúkrabílar verið kallaðir að Laugavegi 30 síðustu 10 mánuði en voru kallaðir síðustu 10 árin þar á undan.

Í dag, á miðvikudegi, leyfði ég skó og sokkalausum manni í líklega vímuefnatengdu geðrofi að hringja í mömmu sína sem kom síðan með sokka, skó og úlpu fyrir hann. Hans síðasta stopp var fangaklefi þaðan sem hann var sendur í þessu ástandi.

Það fær enginn almennur starfsmaður í verslun eða þjónustu í miðbænum borgað nógu mikið fyrir að díla við þetta dag eftir dag.“

Handspritt, verri fíkniefni, meiri fátækt

Í samtali við DV segist Jón Bjarni ekki hafa fulla skýringu á ástandinu en nefnir mögulegar skýringar að fólk sem var veikt fyrir líði verr nú í þeirri kreppu sem hefur riðið yfir samfélagið í kórónuveirufaraldrinum, það hafi minna milli handanna, verri fíkniefni séu mögulega í umferð og auðvelt aðgengi sé að handspritti, sem sumir drekka.

„Ég byrjaði að taka eftir þessu í haust en ástandið hefur verið sérlega slæmt síðustu vikurnar,“ segir Jón.

Jón segir að þessar uppákomur eigi sér bara stað á daginn. „Þetta er ekki að gerast á kvöldin,“ segir hann og bætir því við að framganga lögreglu í þessum málum sé ávallt til fyrirmyndar:

„Lögreglan er alltaf mjög skjót að bregðast við og eru mjög fagmannlegir að öllu leyti. Aldrei nein læti,“ segir hann.

https://www.facebook.com/jon.steinsson/posts/10221672076005794

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst