fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Forsætisráðherra Íslands fer á kostum – Þrasar í verslunum og var „vippað“ af Angelu Merkel

Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 4. mars 2021 21:00

Katrín Jakobsdóttir. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherra Íslands Katrín Jakobsdóttir fer á kostum í óhefðbundnu helgarviðtali í DV sem kemur út á morgun. Í viðtalinu ræðir Katrín málamiðlanir, banal húmor, persónukjör, stílistan sinn, barnaafmæli, málamiðlanir, karlrembu og afhverju hún gat ekki hugsað sér að verða forseti. 

Katrín hefur ósjaldan gert grín að sjálfri sér fyrir takmarkaða rýmisgreind og að vera ómannglögg og er óspör á hrakfallasögur til að létta lund samferðamanna sinna. Það er eiginmaðurinn sem oft verður vitni að slíkum gjörningum – og tilfallandi þjóðarleiðtogar.

„Öll rifrildi okkar hjóna virðast hefjast í verslunum,“ segir Katrín glettin. Þar mætast þessir tveir hlutir, rými og ómannglöggvi af fullum krafti.

„Það byrjar yfirleitt þannig að mér er bent á að það sé einhver búinn að reyna að komast fram hjá okkur í grænmetiskælinum
í þrígang. Svo þekki ég ekki þann sem heilsar mér þó hann vinni með mér og þetta endar svo á kassanum þar sem Gunnar vill fara á sjálfsafgreiðslukassa en ég vil hitta manneskju og ég vel alltaf kassann þar sem röðin stoppar. Ég held að það sé
alger pína að vera með mér í opinberu rými. Það sást þegar ég heimsótti Angelu Merkel og ég fékk einföld fyrirmæli um hvar ég ætti að standa og ganga, en samt varð hún að vippa mér yfir sig því ég stóð röngum megin þegar við stoppuðum fyrir framan mjög hátíðlegan þýskan heiðursvörð.“

Helgarblað DV má nálgast í næstu verslun eða í áskrift hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri