fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fréttir

Kröfum Eflingar vísað frá – Eldum rétt og starfsmannaleigan með fullan sigur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir Rúmenar lutu í lægra haldi í Héraðsdómi fyrir starfsmannaleigunni Menn í vinnu og fyrirtækinu Eldum rétt vegna meintra vangoldinna launa, vanvirðandi meðferð og þvingunar- eða nauðungarvinnu.

Kröfum gegn þrotabúi Manna í vinnu og Eldum rétt var vísað frá dómi og stjórnendur starfsmannaleigunnar voru sýknaðir að öllu leyti. Rúmenunum var gert að greiða stefndu málskostnað, 1.000.000 krónur fyrir hvern. Þrjár milljónir fóru því til þriggja stjórnenda MIV og ein milljón til Eldum rétt.

Rúmenarnir fjórir fóru fram á að stefndu yrði gert að endurgreiða meintan ólögmætan frádrátt frá launum,  sem og miskabætur vegna vanvirðandi meðferðar og þvingunar- eða nauðgunarvinnu. Héldu þeir því fram að starfsmannaleigan hefði nýtt sér fákunnáttu þeirra og beitt ólögmætum blekkingum.

Meðal meints ólögmæts frádráttar voru fyrirframgreidd laun, leiga, ferðakostnaður, flug og símakostnaður.

Yfirburðasigur

Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður stjórnenda starfsmannaleigunnar MIV ehf segir að um yfirburðasigur sé að ræða.

„Það sem er líka merkilegt í málinu er að dómari ákveður að svara efnislega öllum ásökununum sem bornar eru upp í stefnu. En það þurfti hann ekki að gera. Yfirleitt þegar dómarar hafa val um að fara tiltekna einfalda leið að niðurstöðunni, þá velja þeir þá skemmstu, það er að svara fyrir aðeins það sem skiptir máli fyrir niðurstöðuna og þá frekar en að fara ítarlega í allar ásakanir. Ég tel að það felist ákveðin yfirlýsing í því af hálfu dómara, að hann hafi talið sig knúinn til að svara efnislega öllum þessum yfirgengilegu ásökunum gegn mínum umbjóðendum. Niðurstaðan var sú að þar stóð ekki steinn yfir steini.“

Jóhannes segir að dómarar fari ekki þessa leið nema þeir sjái sérstaklega ástæðu til þess. Dómari hafi því að öllum líkindum ekki viljað að niðurstaðan væri neinum vafa undirorpin. Þar með sé ekki hægt að vísa til þess að stefnendur hafi verið sýknaðir á grundvelli lagatæknilegra ástæðna.

Meðal ásakanna sem koma fram í stefnu er að starfsmannaleigan hafi í heimildarleysi dregið ýmsan kostnað frá launum Rúmenanna. Meðal annars kostnað vegna flugfars, leigu og afnota af bifreið.

Um þetta segir í niðurstöðu Héraðsdóms:

„Samkvæmt 1. gr. laga nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups er heimilt að greiða kaupið með skuldajöfnuði hafi verið samið um það fyrir fram.“

Dómari telur jafnframt að í samningi hafi verið tilgreint hvaða frádráttarliðir kæmu meðal annars til greina og ljóst væri að ef MIV ehf. hefði ekki reitt þessar greiðslur af hendi fyrir hönd starfsmanna þá hefðu þeir þurft að gera það sjálfir.

Fóru fram á tvígreiðslu

Jóhannes segir að þar með sé viðurkennt að frádrátturinn hafi verið lögmætur.

„Þarna er viðurkennt að starfsmenn starfsmannaleigunnar sem um ræðir fengu alla þá þjónustu og allt það sem var dregið af launum þeirra. Þú átt ekki heimtu að fá fullt af þjónustu greidda fyrir þig af hálfu vinnuveitenda, en þarna vildu stefnendur fá þessa þjónustu tvígreidda. Dómari tekur á þessum ásökunum, að þar sem um þetta var samið í ráðningarsamning, sem var á rúmensku, þá hafi þetta verið heimilt.“

Stefna ekki í samræmi við framburð Rúmenanna

Dómari vekur einnig athygli á því að þrátt fyrir alvarlegar ásakanir um meinta ómannúðlega meðferð starfsmannanna hafi hvorki verið óskað eftir úttekt á húsnæðinu sem starfsmannaleigna varð starfsmönnunum út um, né kallað eftir lögreglurannsókn. Eins hafi ekki verið færður fram listi um aðra íbúa húsnæðisins, aðra en þá fjóra sem eru stefnendur í þessu máli. Dómari bendir einnig á misræmi í skýrslugjöf stefnenda og yfirlýsingum í stefnu.

Jóhannes telur að það bendi til þess að stefnan byggi ekki á viðtölum við stefnendur.

„Það skín í gegn, að mínu mati, að stefnan er ekki byggð á viðtölum við stefnendur þegar horft er á skýrslugjöf þeirra fyrir dómi. Það er líkt og stefnan byggi á yfirlýsingum starfsmanna Eflingar í öðrum málum, en ekki á samtölum við þessa einstaklinga sem eru stefnendur í þessu máli.

Svo koma myndirnar. Stefnendur leggja ekki fram neinar myndir af húsnæðinu, en það gerðu umbjóðendur mínir. Þær myndir litu mjög vel út eins og dómari sagði reyndar í dómnum, þ.e.a.s. að þær væru í engu samræmi við yfirlýsingar í stefnu um aðbúnaðinn. Hluti af þeim myndum sem við leggjum fram koma af samfélagsmiðlum frá stefnendum sjálfum sem þeir birtu áður en mál þetta fór af stað.

Stefnendur flestir vildu fyrir dómi ekki kannast við þessar myndir. Reyndar skoðar einn þeirra myndirnar og greinilega kannast við hvar þær eru teknar, en ákveður samt að reyna halda því fram að myndirnar séu frá hóteli sem Efling hafi komið þeim á eftir að hafa bjargað þeim frá starfsmannaleigunni. Í dómnum er sérstaklega tekið á því að þetta sé mjög ótrúverðugt. Meðal annars kom skýrt fram á myndunum, dagsetningin sem þeir sjálfir settu myndirnar inn á Facebook. Sú dagsetning var áður en málið hófst og þegar óumdeilt var að þeir bjuggu enn í húsnæði starfsmannaleigunnar. Myndirnar gátu því ekki verið teknar á einhverju hóteli sem Efling kom þeim á. Fyrir utan það að starfsmaður Eflingar kannaðist sjálfur fyrir dómi við að myndirnar væru líklega teknar í húsnæði starfsmannaleigunnar.“

Hins vegar hafði starfsmaður Eflingar kannast við myndirnar sem húsnæðið sem stefnendur hafi dvalið í þegar Efling hóf afskipti af þeirra málum.

Dómari stoppar í öll göt

Meðal þess sem til álita kom í málinu var svonefnd keðjuábyrgð, sem og hvort hægt væri að draga stjórnendur starfsmannaleigunnar persónulega til ábyrgðar.

„Dómari hefði getað sagt að stjórnendur væru ekki aðilar að ráðningarsamningi og sýknað á þeim grundvelli, en dómari fer hins vegar viljandi þá leið að stoppa í öll göt í málinu og ég tel að það sé vegna þess að honum hafi blöskrað kröfugerðin og málatilbúnaður stefnenda í heild.“

Jóhann vekur einnig athygli á ákvörðun dómara um málskostnað í málinu.

„Ég bað ekki um sérstaka fjárhæð í málskostnað og lagði ekki fram málskostnaðarreikning. Ég  fór einfaldlega fram á málskostnað að mati dómsins. Dómari dæmdi að eigin frumkvæði þrjár milljónir í málskostnað til umbjóðenda minna. Það er mjög óvenjulegt að sjá dómara fara svona hátt að eigin frumkvæði  og maður veltir því auðvitað fyrir sér hvort það felist ekki sjálfstæð skilaboð í þeirri ákvörðun dómara.

Yfirleitt fara dómarar varlega í ákvörðun um málskostnað. Að maður fái þetta mikið að mati dómsins gerist ekki á hverjum degi.“

Rúmenarnir munu þó ekki sjálfir þurfa að að greiða málskostnaðinn samkvæmt svari Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdarstjóra Eflingar við fyrirspurn DV.

„Efling greiðir málskostnaðinn í þessu máli nú sem áður.“

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun