fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fréttir

Aukinn veruleiki í jólagjafahandbók ELKO

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. desember 2021 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Uno ehf. og ELKO hafa tekið höndum saman til að blása stafrænu viðbótarlífi í nýja jólagjafahandbók ELKO. Uno sérhæfir sig í lausnum tengdum svonefndum auknum veruleika, eða AR (Augmented Reality). Snjalllausn UnoAR gefur notendum kost á gagnvirkri upplifun í raunumhverfi, þar sem viðbætur koma í umhverfi fólks með hjálp snjalltækis þess. Í nýrri jólagjafahandbók ELKO öðlast myndir líf með hjálp snjalllausnarinnar þegar sérstaklega merktar myndir lifna við í blaðinu og birtast á skjám snjalltækja í gegnum app UnoAR.

Brynjar Kristjánsson, eigandi og annar stofnenda Uno ehf.:

„Á komandi misserum kemur aukinn veruleiki til með að færast inn í líf okkar allra. Til marks um það er nýleg breyting á nafni móðurfélags Facebook í Meta sem endurspeglar áform félagsins um að skapa sýndarheim, eða metaverse, á veraldarvefnum. UnoAR er byltingarkennd aðferð sem fyrirtæki geta notað til að gera þjónustu sína og vörur eftirminnilegar. Geta má sér til um að fyrirtæki sem nýta tæknina geti náð afburða forskoti í markaðssetningu.“

Fyrir tilstilli snjalllausnar UnoAR birtast þrívíddar- og heilmyndir (hologram) hluta í umhverfi fólks. Siggi, þekkt persóna úr auglýsingum ELKO, stekkur hreinlega upp úr jólagjafahandbókinni með ýmis skilaboð þegar skönnuð eru ákveðin myndmerki í blaðinu. Í verslunum ELKO geta viðskiptavinir fyrir jólin líka skannað myndmerki og þá tekur Siggi á móti þeim með skemmtileg jólaskilaboð.

Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO:

„Í tengslum við sýndarveruleika eru ótrúlega spennandi hlutir að gerast og við finnum fyrir þeim áhuga í verslunum okkar. Við gátum því ekki annað en stokkið á vagninn þegar við fréttum af íslensku nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í sýndarveruleika með áherslu á að láta blaðaefni lifna við í höndunum á fólki. Við hlökkum mjög til að heyra hvernig viðskiptavinir taka þessari nýjung og vonum að sem flestir sæki UnoAR-appið og prófi að skanna sig í gegnum jólagjafahandbók ELKO.“

Jólagjafahandbók ELKO er dreift til allra heimila landsins sem ekki afþakka fjölpóst í dag, miðvikudaginn 1. desember, en einnig má nálgast blaðið í verslunum ELKO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segist fyrst hafa vitað um hegðun Einars á föstudaginn – „Við erum bara að átta okkur á stöðunni“

Segist fyrst hafa vitað um hegðun Einars á föstudaginn – „Við erum bara að átta okkur á stöðunni“
Fréttir
Í gær

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir
Fréttir
Í gær

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“
FréttirMatur
Í gær

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag