fbpx
Miðvikudagur 29.maí 2024
Fréttir

Hlíðaskóla lokað í tvo daga eftir bylgju af smitum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. desember 2021 17:38

Hlíðaskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skólastarf verður fellt niður næstu tvo daga í Hlíðaskóla vegna fjölmargra Covid-smita sem hafa blossað upp á síðustu dögum. Í tilkynningu á vef skólans kemur fram að tekin hafi verið ákvörðun í samvinnu við sóttvarnaryfirvöld að fella niður kennslu í 1-10.bekk á morgun, mánudaginn 6. desember og þriðjudaginn 7. desember.

Áður en skólastarf hefst aftur þurfa síðan allir nemendur að gangast undir Covid-próf, helst seinnipart þriðjudags, áður en þeir mæta aftur í skólann. Með þessari aðgerð vonast skólastjórnendur og sóttvarnaryfirvöld til þess að hefta útbreiðslu smita.

Samkvæmt heimildum DV komu upp á annan tug smita í skólanum síðustu daga, þvert á árganga, og því hafi fjölmargir nemendur þegar verið komnir í sóttkví. Þeir nemendur eru hvattir til þess að fara í PCR próf en aðrir nemendur geta látið hraðprófa duga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Harmleikurinn í Bolungarvík – Fólkið var ekki nýlátið

Harmleikurinn í Bolungarvík – Fólkið var ekki nýlátið
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja leigjandann hafa valdið tjóni en voru of sein og sitja í súpunni

Segja leigjandann hafa valdið tjóni en voru of sein og sitja í súpunni
Fréttir
Í gær

Kolbrún áhyggjufull: „Slíkar fréttir valda okkur flestum óhug“

Kolbrún áhyggjufull: „Slíkar fréttir valda okkur flestum óhug“
Fréttir
Í gær

Mannslát í Bolungarvík: Von á tilkynningu frá lögreglu

Mannslát í Bolungarvík: Von á tilkynningu frá lögreglu