fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Áhorfendur komu auga á vandræðalegan hlut í hillunni þegar rætt var við konu í beinni útsendingu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 06:18

Amos á skjánum og bókahillan í bakgrunni. Skjáskot/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr á árinu var rætt við Yvette Amos í beinni útsendingu í þættinum Wales Today á sjónvarpsrás breska ríkisútvarpsins BBC. En viðtalið fór kannski framhjá mörgum þegar þeir tóku eftir hlut einum í bókahillunni fyrir aftan Amos.

Þetta fór auðvitað á mikið flug á samfélagsmiðlum fyrr á árinu og af einhverjum ástæðum er þetta aftur farið á flug. En væntanlega hefði Amos frekar viljað að viðtalið færi á flug vegna innihalds þess en ekki hlutarins í bókahillunni.

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust rekið augun í nú þegar þá er hlutur í bókahillunni sem flestir myndu venjulega ekki setja í bókahillu og að minnsta kosti fjarlægja áður en farið er í viðtal í beinni útsendingu.

Á meðan Amos ræddi við þáttastjórnendur um reynslu sína af því að vera atvinnulaus ráku margir áhorfendur augun í stóran gervilim í hillunni fyrir aftan hana.

Grant Tucker, blaðamaður, birti skjáskot af viðtalinu á Twitter og hvatti fólk til að skoða hvað sé fyrir aftan það áður en það fer í beina útsendingu í sjónvarpi.

Margir tjáðu sig um þetta á samfélagsmiðlum, einn skrifaði til dæmis: „Ef kona er ein heima meðan samfélagslokun er í gildi þá verður hún að gera það sem hún þarf að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness