fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Óbólusettum meinaður aðgangur í Mæðrastyrksnefnd – „Við erum að reyna að gera rétta hluti“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 15:30

Frá úthlutun Mæðrastyrksnefndar - Mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óbólusettir einstaklingar fá ekki að stíga fæti inn í húsnæði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur til að sækja matargjafir þessa dagana. Nefdin ákvað í gær að leyfa einungis þeim sem hafa fengið bólusetningu að koma inn. 

DV ræddi við sjálfboðaliða Mæðrastyrksnefndar vegna málsins en sjálfboðaliðinn segir nýja fyrirkomulagið hafa gengið vel í dag. „Flestir voru bara mjög ánægðir með þetta og þetta gekk bara mjög vel, það voru kannski tveir, þrír sem æstu sig og voru eitthvað pirraðir. Fólkið sýndi þetta bara í símanum sínum,“ segir hún í samtali við blaðamann.

Ástæðan fyrir því að óbólusettum er meinaður aðgangur er einföld, ef allt fer í lás hjá nefndinni þá verður ekki hægt að gefa matargjafirnar fyrir jólin. „Við erum náttúrulega sjálfboðaliðar og ef ein okkar veikist þá getum við ekki haft jólaúthlutunina. Ef allt fer í sóttkví hérna þá fær fólk ekki mat þannig við erum bara að reyna að hugsa skynsamlega.“

Þau sem eru óbólusett fá þó að sjálfsögðu aðstoð líka þrátt fyrir að þau fái ekki að koma inn. „Það voru margir sem til dæmis gátu ekki látið bólusetja sig, þá settum við bara mat í poka fyrir það fólk og fórum með út til þeirra,“ segir sjálfboðaliðinn.

„Þegar það koma 300-400 manns á tveimur dögum þá er það ansi mikill fjöldi fyrir okkur sjálfboðaliðana að taka á móti, við erum að reyna að gera rétta hluti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst