fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Rán í Grafarvogi – Ekið á gangandi og hjólandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 05:16

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 22.20 í gærkvöldi var tilkynnt um rán á veitingastað í Grafarvogi. Þar opnaði maður sjóðvél og tók peninga. Starfsmaður sá til hans og otaði maðurinn þá eggvopni að honum. Hann hljóp síðan á brott. Málið er í rannsókn.

Í Garðabæ var ekið á 9 ára dreng á reiðhjóli á sjötta tímanum í gær. Drengurinn var aumur í hnjám og fór af vettvangi með móður sinni.

Á sjöunda tímanum var ekið á konu í Miðborginni. Hún hlaut áverka á hendi.

Á níunda tímanum missti ung kona stjórn á bifreið sinni í Mosfellsbæ og ók út af. Hún fann til eymsla í öxl og var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild.

Á áttunda tímanum var tilkynnt um eld í bifreið í Vesturbænum. Slökkvilið slökkti eldinn sem kom frá vélinni. Bifreiðin var fjarlægð með dráttarbifreið.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum í gærkvöldi. Annar var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst