fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Lögfræðikostnaður sem fellur á ríkið vegna sýknudóma í Rauðagerðismálinu nemur 55 mánaðarlaunum hjúkrunarfræðinga

Heimir Hannesson
Laugardaginn 23. október 2021 12:30

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málsvarnarkostnaður þeirra þriggja sem sýknuð voru í Rauðagerðismálinu svokallaða í gær nemur samtals um 52 milljónum. Þá er ótalinn sakarkostnaður og annar kostnaður ákæruvaldsins og lögreglu vegna rannsóknar á þætti þeirra í málinu. Samkvæmt yfirlýsingum lögreglu er um að ræða umfangsmestu lögreglurannsókn Íslandssögunnar. Þá hefur komið fram að tugir lögreglumanna komu að henni með einum hætti eða öðrum.

Tekið skal fram að miklar líkur eru taldar á að umræddum dómi héraðsdóms verði áfrýjað til Landsréttar, og því er ekki loku fyrir því skotið að endanleg niðurstaða verði önnur en sú sem nú blasir við.

Engu að síður standa leikar þannig, að þau þrjú sem ákærð voru með Angjelin Sterkaj, eru nú frjáls ferða sinna, þrátt fyrir að hafa sætt stöðu grunaðra í lögreglurannsókn og gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar. Fjölmargir aðrir sættu gæsluvarðhaldi við rannsókn málsins og hafa hið minnsta nokkrir þeirra boðað miskabótamál vegna þess.

Embætti ríkissaksóknara hefur nú fjórar vikur til þess að ákveða hvort það áfrýi sýknudómum. Sama gildir um Angjelin og lögmann hans. Allar líkur eru þó á að málið, með einum hætti eða öðrum, endi í Landsrétti. Þannig þarf að hafa þann fyrirvara á að sýknudómar geta breyst.

Taki málið snúning í Landsrétti með sömu útkomu má búast við enn hærri reikningi frá lögmönnum sakborninganna í málinu, sem einnig lenti á herðum ríkisins.

Þannig er það stór ákvörðun að ákveða áfrýjun og getur haft fjárhagslegar afleiðingar fyrir hið opinbera.

Kostnaðurinn eins og hann stendur nú í rúmum 52 milljónum myndi þannig duga til þess að borga 55 hjúkrunarfræðingum laun í mánuð, eða 86 leikskólakennurum, ef miðað er við upplýsingar frá Hagstofunni um meðallaun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work