fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Rafhlaupahjólin fokin út í veður og Wind

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 11. október 2021 17:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafhlaupahjólaleigan Wind hefur hætt starfsemi sinni hér á landi. Nýlega mátti sjá fólk velta því fyrir sér hvort eitthvað væri að hjá rafhlaupahjólaleigunni því hjól frá þeim voru ekki að finnast á götum bæjarins. Einn rafhlaupahjólanotandi ákvað að senda fyrirspurn á Wind vegna þessa og svar þar sem fram kom að fyrirtækið væri hætt starfsemi hér á landi.

„Kæri viðskiptavinur, takk fyrir að hafa samband við þjónustuverið okkar og við biðjumst forláts. Við viljum láta þig vita að við höfum lokað fyrir þjónustu okkar á Íslandi, þess vegna er ekki lengur hægt að leigja rafhlaupahjólin okkar þar,“ segir meðal annars í tölvupóstinum frá Wind.

Þá kemur einnig fram að ekki séu neinar upplýsingar um það hvort Wind ætli að snúa aftur til landsins.

Það er þó ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis í brottflutningnum frá Íslandi því ef smáforrit þeirra er skoðað má finna eitt einmana rafhlaupahjól sem varð eftir. Það virðist vera staðsett við Skeljagranda í Vesturbænum en batteríið er alveg að verða tómt. Hvað mun gerast þegar það klárast að fullu er ekki vitað.

Skjáskot/Wind
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“