fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur Felix: „Hvaða fáviti fer í svona viljandi?“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 22. janúar 2021 16:33

Guðmundur Felix með nýju handleggina. Mynd/DV/Sylwia Gretarsson Nowakowska

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er búinn að sitja hér í sjö ár og horfa á símann og vissi síðan ekkert hvað ég ætti að taka með mér,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson sem fór langþráða aðgerð í Frakklandi þanng 14. janúar. Sjö ár eru síðan hann flutti til Lyon og hefur síðan beðið eftir að komast í aðgerðina. Um var að ræða tvöfalda ágræðslu handleggja við axlir og var þetta fyrsta aðgerð sinnar tegundar í heiminum.

Guðmundur Felix var útskrifaður af gjörgæslu í dag og ræddi við íslenska blaðamenn í gegn um Zoom í dag. Hann sagði að sér liði afskaplega vel og væri bjartsýnn á framhaldið.

Foreldrarnir komnir til Lyon

Hans fyrsta hugsum þegar hann vaknaði eftir aðgerðina var hins vegar: „Hvaða fáviti fer í svona viljandi?“ þar sem hann upplifði gríðarlega verki og sársauka, og fannst eins og hann væri með tvo trukka á öxlunum.  Hann sagði á léttu nótunum að franskt sjónvarp væri svo leiðinlegt þannig að hann hefði nánast eytt síðustu dögum í að horfa á vegginn og reyna að hringja í vini og ættingja með biluðu „headsetti.“

Síðan hann vaknaði hefur hann ekki hitt neinn ástvin nema eiginkonu sína, Sylwia Gretarsson Nowakowska, en foreldrar hans eru komnir til Lyon og fær hann vonandi að hitta þá líka innan tíðar, en sóttvarnir vegna COVID setja strik í reikninginn.

Dætur Guðmundar Felix eru enn á Íslandi en sú yngri var aðeins nokkurra mánaða þegar hann lenti í slysinu þegar hann missti handleggina. Hann hlakkar því mikið til að faðma dætur sínar og barnabörnin tvö.

Æfði crossfit til að halda sér í formi fyrir aðgerðina

Guðmundur Felix segist í gegn um árin hafa lagt mikla áherslu á að halda sér í góðu líkamlegu formi þannig að líkaminn gæti sem best tekist á við aðgerðina þegar að henni kæmi. Hann hefur æft crossfit, jóga og farið út að hlaupa. Þetta hafi sannarlega borgað sig, en aðgerðin tók alls 15 klukkutíma.

Læknateymið hafði æft aðgerðina margoft og gekk hún afskaplega vel. Hann segir að af öllum þeim handaágræðslum sem þeir hafa gert, sem þó hafi verið einfaldari en þessi, séu þeir ánægðastir með útkomuna nú.

Tekur þrjú ár að sjá endanlegan árangur

Strax tveimur dögum eftir aðgerð var húðlitur orðinn góður og bjúgurinn lítill. Líkaminn tók því vel við handleggjunum.

Alls mun það þó taka þrjú ár að sjá endanlegan árangur. Nú fara taugarnar að vaxa hægt og bítandi. Ef allt fer að óskum gæti verið komin hreyfigeta niður að olnboga eftir ár og taugar byrjaðar að vaxa niður í fingurgóma eftir tvö ár. „Það eru þá fingur sem hafa ekki verið hreyfðir í tvö ár,“ segir hann.

Guðmundur Felix sagðist meðvitaður um að það gæti verið erfitt andlega þegar fólk nær sínu stóra markmiði í lífinu, eins og þegar íþróttamenn sigra á Ólympíuleikum. Hann ákvað því fyrir nokkru að byrja að læra markþjálfun og telur sig geta veitt fólki innblástur enda hafi honum tekist að komast yfir miklar andlegar áskoranir í gegn um árin og eigi auðvelt með að vera þakklátur fyrir litlu hlutina.

Sylwia og Guðmundur Felix um síðustu jól. Hann sagði þá í samtali við DV að hann óskaði þess að fá handleggina í jólagjöf. Mynd/Aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum