Mánudagur 01.mars 2021
Fréttir

Morð- og líkamsárásarmál gegn Sigurþóri fellt niður

Heimir Hannesson
Föstudaginn 15. janúar 2021 16:01

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæra sem Héraðssaksóknari höfðaði gegn Sigurþóri Arnari Sigurþórssyni fyrir morð, alvarlega líkamsárás og röð alvarlegra umferðarlagabrota hefur nú formlega verið fellt niður. Þetta var gert við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, staðfesti þetta við DV.

Sigurþór lést á réttargæsludeild Landspítalans á jóladag síðastliðinn.

Í svari Önnu við fyrirspurn DV vísar hún til sakamálalaga þar sem segir að mál skuli fellt niður ef ákærði lætur lífið meðan á málsmeðferð stendur. Anna segir hana, verjanda Sigurþórs og réttargæslumenn fórnarlamba hans hafa verið viðstadda fyrirtökuna í héraðsdómi fyrr í dag.

Sigurþóri var í ákærunni sagður hafa orðið móður sinni að bana og veist að sambýlismanni hennar með hnífi í apríl í fyrra. Málið vakti mikinn óhug, en lögregla var kölluð að heimili móður Sigurþórs og sambýlismanns hennar aðeins fimm klukkustundum áður en Sigurþór er sagður hafa myrt móður sína og stungið manninn. Yfirlögregluþjónn sagði í kjölfar málsins að lagaheimild til þess að fjarlægja Sigurþór af heimilinu hafi ekki verið til staðar.

Í sömu ákæru var tekin fyrir ákæra vegna glæfraaksturs Sigurþórs er hann ók meðal annars gömlu Hringbraut á 146 km/klst, samkvæmt ákærunni, og stöðvaði ekki bifreiðina þrátt fyrir stöðvunarmerki lögreglu. Þá ók hann sömu nótt á öfugum vegarhelmingi á Vesturlandsvegi á 157 km/klst, áður en hann sveigði aftur inn á réttan vegarhelming og ók hraðann í 178 km/klst. Segir enn fremur í ákærunni að lögregla hafi þurft að aka á bíl Sigurþórs til þess að stöðva akstur hans. Sigurþór

Tvær konur gerðu sitthvora fjögurra milljóna kröfuna um skaðabætur vegna hins meinta morðs í málinu. Þær munu nú að öllum líkindum þurfa að höfða einkamál gegn dánarbúi Sigurþórs kjósi þær að halda kröfu sinni til streitu. Samkvæmt heimildum DV eru slík mál snúin, nema að játning hins ákærða hafi legið fyrir áður en hann lést.

Þar sem játning liggur ekki fyrir mun því dómstóll fyrst þurfa að komast að niðurstöðu um sekt mannsins í morðmálinu áður en afstaða er tekin til þess hvort bótaskylda sé fyrir hendi úr dánarbúinu. Slík málshöfðun gæti því reynst búinu kostnaðarsamt og tekið langan tíma, að sögn kunnugra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vitni leidd fyrir dómara vegna risalekans í Háskólanum

Vitni leidd fyrir dómara vegna risalekans í Háskólanum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Jarðskjálfti á Reykjanesskaga hefur brotið rúður í Reykjavík – „Sprungur komu í veggi og reykháfar hrundu“

Jarðskjálfti á Reykjanesskaga hefur brotið rúður í Reykjavík – „Sprungur komu í veggi og reykháfar hrundu“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Grunaður um ölvun við akstur – Ók út af Þingvallavegi

Grunaður um ölvun við akstur – Ók út af Þingvallavegi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skjálftahrinan heldur áfram – Íbúar vöknuðu við stóran skjálfta í nótt

Skjálftahrinan heldur áfram – Íbúar vöknuðu við stóran skjálfta í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útvarpsstjóri segir klámfengið tíst tilefni 30 sekúndra tafar á beinum útsendingum – Enn ekkert tjáð sig um Gettu betur atvikið

Útvarpsstjóri segir klámfengið tíst tilefni 30 sekúndra tafar á beinum útsendingum – Enn ekkert tjáð sig um Gettu betur atvikið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öflugur skjálfti vakti landsmenn kl 8 – Ekkert lát á mestu jarðskjálftahrinu í manna minnum

Öflugur skjálfti vakti landsmenn kl 8 – Ekkert lát á mestu jarðskjálftahrinu í manna minnum