fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fréttir

Brandari oddvita Flokks Fólksins vekur úlfúð: „Brandari sem gengur út á að myrða fólk“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 4. september 2021 16:30

Eyjólfur Ármannsson Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal við Eyjólf Ármannsson, oddvita Flokks Fólksins, var birt á Vísi í morgun. Um var að ræða viðtal í léttari kantinum, þar sem Eyjólfur var spurður út í hluti eins og Eurovision og Bragðarefi. Eitt svar hans hefur þó vakið mikla athygli og úlfúð, en þar var hann beðinn um að segja fimmaurabrandara. Oddvitinn sagðist hafa heyrt brandarann í Vatnaskógi í sumar, en hann var eftirfarandi:

„Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Pólverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum? Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi.“

Ljóst er að brandarinn hefur valdið miklum usla, en í kjölfar þess að viðtali birtist hafa margir netverjar gagnrýnt Eyjólf á samfélagsmiðlinum Twitter. Það hefur orðið til þess að Vísir hefur fjarlægt brandarann úr greininni.

Uppfært -17:35

Vísir hefur nú sett brandarann aftur inn í fréttina.

„Jesús hvað sumt fólk þarf á fræðslu að halda“

Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata, er á meðal þeirra sem gagnrýna brandara Eyjólfs. Í vikunni sem nú er að líða undir lok tjáði hún sig um rasisma á Íslandi í grein sem birtist á Vísi, en undanfarið hefur hún verið að fá rasísk skilaboð frá fólki sem finnst að hún eigi ekki að fara í framboð.

Í færslu sem hún birti á Twitter í dag minnist hún á þessa grein sína og segir að brandari Eyjólfs fari þvert á það sem hún var að reyna að koma á framfæri.

„Bruh ég VAR að skrifa grein um að taka samtalið um hvernig það er búið að normalísera það að koma illa fram við útlendinga á Íslandi svo kemur oddviti flokk fólksins í NVkjördæmi og KÚKAR á allt sem ég sagði með þessum brandara. JESUS hvað sumt fólk þarf á fræðslu að halda.“ skrifar Lenya.

Þjóðfræðingurinn Óli Gneisti Sóleyjarson tekur undir það sem Leyna segir og skrifar kaldhæðnislega: „Neinei, við erum ekki útlendingahatarar en hérna er brandari um að drepa Pólverja.“

„Ekki bara ósmekklegt heldur stórhættulegt“

Rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson gagnrýndi líka brandarann. Hann bendir á að Íslenskt samfélag haf grætt mikið á því fólki sem komið hingað til lands frá Póllandi og segir að brandarinn sé „hreinn viðbjóður“, þó hann komi sér ekki endilega á óvart.

„Ég ætti einhvern veginn ekki að vera hissa á því að lesa svona frá stjórnmálamanni úr Vestmannaeyjum í framboði fyrir Flokk Fólksins, en þetta er hreinn viðbjóður. Ísland er svo miklu ríkara land út af öllu því fólki sem hefur komið til Íslands frá Póllandi.“ Skrifar hann og bætir svo við: „Þetta er bókstaflega brandari sem gengur út á að myrða fólk sem viðkomandi finnst of mikið af … Ekki bara ósmekklegt heldur stórhættulegt.“

Fleiri einstaklingar hafa gagnrýnt brandara Eyjólfs, en nokkur dæmi má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rekstrarstjóri Pablo Discobar í ótímabundið leyfi eftir blóðuga árás á gesti – „Við höfum ekkert umburðarlyndi fyrir svona“

Rekstrarstjóri Pablo Discobar í ótímabundið leyfi eftir blóðuga árás á gesti – „Við höfum ekkert umburðarlyndi fyrir svona“
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn varpar ljósi á ferðir íslenskra víkinga í Norður Ameríku – Fær „Leif Erikson“ loksins frídaginn sem hann á skilið?

Ný rannsókn varpar ljósi á ferðir íslenskra víkinga í Norður Ameríku – Fær „Leif Erikson“ loksins frídaginn sem hann á skilið?