fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fréttir

Svona er ástandið á Hellisheiði núna – „Biluð þoka á Hellisheiði og í Kömbunum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 31. júlí 2021 18:26

Aðsend mynd. Þoka á Hellisheiði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er biluð þoka á Hellisheiði og í Kömbunum núna,“ segir ökumaður sem meðfylgjandi myndir laust fyrir klukkan 18 í dag. Gífurleg þoka er á svæðinu og er það raunar í samræmi við spá Veðurstofunnar, þar sem gert er ráð fyrir rigningu með köflum um landið suðvestanvert og þokumóðu þar í kvöld.

Aðsend mynd.

Ökumaðurinn sagði að sem betur fer væri lítil umferð þarna núna. Annar ökumaður sem átti leið um Hellisheiði á fimmta tímanum í dag segir hins vegar að þá hafi umferð verið mjög þung og mjög mikil þoka rétt eins og núna. „Við biðum bara og biðum, það var eins og öll þjóðin væri að fara úr bænum.“

Fleiri ökumenn hafa haft samband og vitnað um að útsýnið út um framrúður bíla þeirra hafi ekki náð lengra en að næstu vegastiku og stundum ekkert út af veginum.

Eins og flestir vita hefur öllum útihátíðum verið aflýst en fjölmargir leggja samt leið sína um landið og fara í útilegu.

Aðsend mynd.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi
Fréttir
Í gær

Steindór fordæmir skrif Páls – Geðveikir geta vel tjáð sig opinberlega um flókin mál

Steindór fordæmir skrif Páls – Geðveikir geta vel tjáð sig opinberlega um flókin mál
Fréttir
Í gær

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita
Fréttir
Í gær

Ölvaður ók á stólpa

Ölvaður ók á stólpa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílstjóri Strætó á fullri ferð að taka upp TikTok-myndband – „Þetta er bara algjört dómgreindarleysi“

Bílstjóri Strætó á fullri ferð að taka upp TikTok-myndband – „Þetta er bara algjört dómgreindarleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður hyggst opna knúsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu – „Ég hef verið að spá í að bjóða upp á þetta fyrir svona 5.000 kall á tímann“

Sigurður hyggst opna knúsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu – „Ég hef verið að spá í að bjóða upp á þetta fyrir svona 5.000 kall á tímann“