fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Bílþjófurinn fannst sofandi undir stýri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 30. maí 2021 08:14

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dagbók lögreglu er greint frá atviki sem DV fjallaði um í gærkvöld: Kona skildi eftir bíl sinn í gangi fyrir utan verslun við Háteigsveg á meðan hún fór inn í verslunina. Þegar hún kom út úr búðinni sat ókunnugur maður undir stýri á bílnum. Er konan opnaði bíldyrnar ók maðurinn af stað og brunaði upp Háteigsveg.

Bíllinn fannst rúmum tveimur tímum síðar og var þjófurinn þá sofandi undir stýri. Hann var í mjög annarlegu ástandi sökum áfengis og fíkniefna og var vistaður í fangaklefa.

Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að maður var handtekinn í hverfi 105 í Reykjavík vegna eignaspjalla og heimilisofbeldis. Var hann vistaður í fangaklefa og bíður skýrslutöku þegar rennur af honum.

DV greindi í gærkvöld frá bílveltu við Hamraborg í Kópavogi. Í dagbók lögreglu er einnig greint frá atvikinu og staðfest að engin slys urðu á fólki.

Húsbrot átti sér stað í miðbænum í nótt og voru þrír menn handteknir vegna þess.

Loks greinir frá því að ölvaður maður velti bíl sínum á Vatnsendavegi í gærkvöld. Ekki urðu slys á fólki en maðurinn var vistaður í fangaklefa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“