fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Einn utan sóttkvíar í gær

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 28. mars 2021 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindust sex innanlands með COVID-19 og þar af var einn utan sóttkvíar. Smitrakningarteymið er þessa stundina að rekja þetta eina smit og heldur sú rakning áfram í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum og þar segir jafnframt:

„Rakningu er lokið hjá öllum öðrum. Þessa stundina eru um 1500 manns í sóttkví, eins og við er að búast þegar einstaklingur greinist utan sóttkvíar þá mun bætast í þennan hóp í dag. Ekki er hægt að segja til um á þessari stundu hve margir það eru.  Einn einstaklingur greindist í gær með COVID-19 á landamærunum.“

DV ræddi stuttlega við Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra Almannavarna, og spurði hvort það væru vonbrigði að aðili hefði greinst utan sóttkvíar, en á föstudag greindist enginn utan sóttkvíar: „Það var bara viðbúið. Þetta er ekki búið.“

Varðandi það hvort sóttvarnaaðilar telji sig hafa samt náð utan um smitbylgjuna segir Hjördís að það hafi tekist að rekja öll smit til þessa en það sé viðbúið að áfram greinist smit utan sóttkvíar. „Það er viðbúið að þetta gerist næstu daga. Þetta er alls ekki búið þó að síðustu dagar hafi óneitanlega litið vel út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brú Talent kaupir Geko Consulting

Brú Talent kaupir Geko Consulting
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK